Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2015, Side 16

Ægir - 01.06.2015, Side 16
16 fyrir hráefni. Ekki vildum við lenda í því að landvinnslufólkið hefði ekkert hráefni til þess að vinna.“ Snorri segir að gríðarlegar breytingar hafi orðið í sjávarút- veginum frá því að hann byrjaði á sjó á áttunda áratugnum. „Stærsta breytingin lýtur senni- lega að meðferð aflans. Það eru gerðar miklar kröfur um gæði hráefnisins og það er ekki vel séð ef holin eru stærri en kannski 5-7 tonn. Hér á árum áður börðu menn sér á brjóst ef þeir náðu inn risahollum. Slíkt kemur ekki til greina í bolfiskin- um í dag. Kælingin á fiskinum er lykilatriði og það þróunarverk- efni sem hefur verið í gangi varðandi kælingu á fiskinum um borð í Málmey SK lofar mjög góðu, en þar er ekki lengur not- ast við ís heldur snöggkælingu. Í ljósi góðrar reynslu í Málmey er þetta klárlega framtíðin.“ Túrarnir á ísfiskinum eru mun styttri í dag en hér á árum áður. Að hámarki er túrinn fimm dagar og að meðaltali segir Snorri að skipið komi með 80-90 tonn inn til löndunar. „En þetta er mjög mismunandi og fer allt eftir þörfum vinnslunnar á hverjum tíma og því hversu stóran fisk skipið kemur með að landi. Það má segja að veiðarn- ar séu fyrst og fremst markaðs- drifnar, við veiðum í takti við þarfir markaðarins og alltaf höf- um við að leiðarljósi að koma með sem best hráefni að landi. Slæmur frágangur á aflanum kemur ekki til greina og þaðan af síður brottkast.“ Eftir tæplega fjörutíu ár á sjónum segist Snorri ennþá njóta sjómennskunnar. „Auðvit- að grípur mann annað slagið smá leiði en þá hvarflar hugur- inn fljótt að öllum þeim góðu stundum sem maður er búinn að upplifa í þessu og þá gleymir maður hinu. Ég hef mikla ánægju af því að taka þátt og fylgjast með þeirri tækniþróun sem er verið að vinna að í grein- inni, m.a. í FISK Seafood, sem miðar stöðugt að því að auka verðmæti aflans. Þetta á við um kælingu á fiskinum og margt fleira.“ Á meðan einhver vill hafa mig í vinnu Snorri ætlar að halda áfram á sjónum „á meðan einhver vill hafa mig í vinnu,“ eins og hann orðar það. Á Klakki hafa menn þann háttinn á að róa í tvo túra og eru síðan í fríi þriðja túrinn og því segir Snorri að sjó- mennskan í dag sé mun fjöl- skylduvænni vinna en hér á ár- um áður þegar túrarnir voru mun lengri. „Þegar ég var á sjónum með pabba í gamla daga kom fyrir að maður fór á sjóinn vestur á Flæmska í byrj- un júní og kom ekki aftur heim fyrr en komið var fram í sept- ember. Núna er allt annað uppi á teningnum og þegar á heild- ina er litið er sjómennskan mun fjölskylduvænna starf.“ Snorri í skipstjórastólnum á Klakki. „Starf skipstjórans getur á köflum verið einmanalegt, enda erum við löngum stundum einir uppi í brú. En það er mikilvægt að gefa sér tíma fyrir og eftir vakt til að spjalla við mennina um borð. Þetta er lítið samfélag og því er mikilvægt a allir vinni hlutina vel saman.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.