Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 6
6
Hin eiginlegu áramót sjávarútvegsins liðu nýverið þegar nýtt fisk-
veiðiár hófst þann 1. september. Þetta tölublað Ægis ber þess að
venju merki þar sem í blaðinu birtast fjölbreytilegar upplýsingar á
talnaformi um úthlutun aflaheimilda, hvort heldur er til einstakra
skipa og báta, samantekt um skiptingu eftir fyrirtækjum, höfnum,
útgerðarflokkum og þannig má áfram telja. Stóru fréttirnar eru auð-
vitað þær að okkar mikilvægasti fiskistofn, þorskurinn, er öflugur og
vaxandi. Aukning þorskheimilda er mikilvæg, ekki aðeins í efna-
hagslegu tilliti fyrir þjóðina sem heild, heldur einnig í ljósi þess að
þorskaflaaukning skilar sér vítt um greinina, til stórra skipa sem
smárra, stærri sem minni sjávarbyggða. Það er einnig ánægjulegt
að sjá ýsuna taka við sér á ný eftir mikla niðursveiflu síðustu ár en
eins og Fiskistofa bendir réttilega á má segja að staða flestra fiski-
stofna sé jákvæð - horft út frá úthlutun aflaheimilda.
Út úr tölunum má einnig lesa ákveðna þróun í útgerðinni, sér í
lagi þá að áfram heldur sú þróun að í öllum flokkum útgerðar fækk-
ar skipum og bátum sem sækja fisk úr sjó og fá úthlutað aflamarki.
Til að mynda eru í togaraflotanum aðeins orðin 45 skip og hefur
fækkað hlutfallslega mjög ákveðið síðustu ár. Þetta þarf ekki að
koma að öllu leyti á óvart þar sem skipastóllinn er mjög kominn til
ára sinna og á endanum ganga skip úr sér. Það getur ekki verið
markmið í sjálfu sér að halda úti sem mestum fjölda skipa – að ekki
sé talað um gömlum skipum og um margt úr sér gengnum. Nægir
þar að minna á umræður og kröfur hvað varðar útblástur, auk held-
ur sem hátt olíuverð knýr dyranna hjá útgerðunum svo um munar.
Nýrri skipum fylgir annað form í útgerðinni. Þannig hefur það alltaf
verið og verður. Aðlögun að aðstæðum á hverjum tíma.
Úr úthlutunartölunum má einnig lesa þróun í rekstarformi út-
gerðarinnar og sést að samhliða því að skipunum fækkar sem sækja
sjó þá fækkar einnig lögaðilum í greininni. Það er til marks um sam-
einingar fyrirtækja og væntanlega stærri og öflugri einingar. Hins
vegar er líka eftirtektarvert að milli ára lækkar hlutfall stærstu fyrir-
tækjanna af heildarúthlutun aflaheimildanna og má af því sjá að
það eru ekki hinir stærstu sem eru að verða stærri heldur eru milli-
stóru eða smærri fyrirtækin að verða stærri. Þessu er líka vert að
halda til haga þar sem svo oft er látið í veðri vaka að þeir stóru
standi stöðugt að baki stærri og stærri hluta aflaheimildanna.
Líkast til geta allir sjómenn verið sammála um þá ósk að kom-
andi vetur og næsta sumar verði þeim hagstæðara hvað veðurfarið
varðar. Veðrið hafði mikil áhrif á síðustu loðnuvertíð, minni bátar
voru oft frá veiðum vegna stórviðra og jafnvel tala margir smábáta-
sjómenn um að strandveiðin í sumar hafi verið á köflum erfið sök-
um veðurs. Sannast því enn og aftur að á Íslandsmiðum er veiðin
sýnd en ekki gefin. En þrátt fyrir veður, viðkiptabönn og tilheyrandi
markaðssveiflur, olíuverð og aðra þætti sem eru stórir áhrifavaldar á
greinina þá verður ekki á móti mælt að mestu skiptir að fiskveiði-
auðlindin haldi styrk sínum og verði gjöful. Þá verður eftirleikurinn
alltaf auðveldari.
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Í upphafi nýs fiskveiðiárs
Út gef andi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
Sími 515-5220. GSM 899-9865.
Net fang: johann@athygli.is
Aug lýs ing ar:
Augljós miðlun. Sími 515-5206.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
R
itstjórn
a
rp
istilll
Vökvakerfislausnir
Vökvadælur, vökvamótorar
og stjórnbúnaður
Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100
www.danfoss.is
Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður
er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu
skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar
hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum
sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan
og skilvirkan búnað.