Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2015, Qupperneq 6

Ægir - 01.06.2015, Qupperneq 6
6 Hin eiginlegu áramót sjávarútvegsins liðu nýverið þegar nýtt fisk- veiðiár hófst þann 1. september. Þetta tölublað Ægis ber þess að venju merki þar sem í blaðinu birtast fjölbreytilegar upplýsingar á talnaformi um úthlutun aflaheimilda, hvort heldur er til einstakra skipa og báta, samantekt um skiptingu eftir fyrirtækjum, höfnum, útgerðarflokkum og þannig má áfram telja. Stóru fréttirnar eru auð- vitað þær að okkar mikilvægasti fiskistofn, þorskurinn, er öflugur og vaxandi. Aukning þorskheimilda er mikilvæg, ekki aðeins í efna- hagslegu tilliti fyrir þjóðina sem heild, heldur einnig í ljósi þess að þorskaflaaukning skilar sér vítt um greinina, til stórra skipa sem smárra, stærri sem minni sjávarbyggða. Það er einnig ánægjulegt að sjá ýsuna taka við sér á ný eftir mikla niðursveiflu síðustu ár en eins og Fiskistofa bendir réttilega á má segja að staða flestra fiski- stofna sé jákvæð - horft út frá úthlutun aflaheimilda. Út úr tölunum má einnig lesa ákveðna þróun í útgerðinni, sér í lagi þá að áfram heldur sú þróun að í öllum flokkum útgerðar fækk- ar skipum og bátum sem sækja fisk úr sjó og fá úthlutað aflamarki. Til að mynda eru í togaraflotanum aðeins orðin 45 skip og hefur fækkað hlutfallslega mjög ákveðið síðustu ár. Þetta þarf ekki að koma að öllu leyti á óvart þar sem skipastóllinn er mjög kominn til ára sinna og á endanum ganga skip úr sér. Það getur ekki verið markmið í sjálfu sér að halda úti sem mestum fjölda skipa – að ekki sé talað um gömlum skipum og um margt úr sér gengnum. Nægir þar að minna á umræður og kröfur hvað varðar útblástur, auk held- ur sem hátt olíuverð knýr dyranna hjá útgerðunum svo um munar. Nýrri skipum fylgir annað form í útgerðinni. Þannig hefur það alltaf verið og verður. Aðlögun að aðstæðum á hverjum tíma. Úr úthlutunartölunum má einnig lesa þróun í rekstarformi út- gerðarinnar og sést að samhliða því að skipunum fækkar sem sækja sjó þá fækkar einnig lögaðilum í greininni. Það er til marks um sam- einingar fyrirtækja og væntanlega stærri og öflugri einingar. Hins vegar er líka eftirtektarvert að milli ára lækkar hlutfall stærstu fyrir- tækjanna af heildarúthlutun aflaheimildanna og má af því sjá að það eru ekki hinir stærstu sem eru að verða stærri heldur eru milli- stóru eða smærri fyrirtækin að verða stærri. Þessu er líka vert að halda til haga þar sem svo oft er látið í veðri vaka að þeir stóru standi stöðugt að baki stærri og stærri hluta aflaheimildanna. Líkast til geta allir sjómenn verið sammála um þá ósk að kom- andi vetur og næsta sumar verði þeim hagstæðara hvað veðurfarið varðar. Veðrið hafði mikil áhrif á síðustu loðnuvertíð, minni bátar voru oft frá veiðum vegna stórviðra og jafnvel tala margir smábáta- sjómenn um að strandveiðin í sumar hafi verið á köflum erfið sök- um veðurs. Sannast því enn og aftur að á Íslandsmiðum er veiðin sýnd en ekki gefin. En þrátt fyrir veður, viðkiptabönn og tilheyrandi markaðssveiflur, olíuverð og aðra þætti sem eru stórir áhrifavaldar á greinina þá verður ekki á móti mælt að mestu skiptir að fiskveiði- auðlindin haldi styrk sínum og verði gjöful. Þá verður eftirleikurinn alltaf auðveldari. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Í upphafi nýs fiskveiðiárs Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.