Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.2015, Blaðsíða 8
8 Skipstjórinn frá Sigló fann einföldustu leið sem um getur til að granda örverum Örverur menga matvæli og eru því til vandræða eða hreinnar bölvunar fái þær frið til að grassera mótspyrnulaust. At- hafnasemi örvera þekkist á fyrstu stigum á lykt eða útliti matvöru en þegar fram í sækir getur slík mengun orðið heilsu- spillandi, jafnvel banvæn. Matvælaöryggi er því í hæsta máta mál er varðar neyt- endur og fyrirtæki, heilbrigði og bissness. Tilviljanir í lífinu réðu því að Siglfirðingurinn Ragnar Ólafsson fór að spá í nýjar leiðir til sótthreinsunar í framleiðslu og flutningi sjávar- afurða eftir að hann að hætti störfum sem skipstjóri og út- gerðarmaður þriggja frystitog- ara. Hann og eiginkona hans, Marta Rósa Rögnvaldsdóttir, áttu um árabil stóran hlut í út- gerðarfyrirtækinu Siglfirðingi og Ragnar var meðal annars skipstjóri á Sigli, sem þá var stærsti togari í eigu Íslendinga. Hann fór í land undir alda- mótin, gerðist frumkvöðull og uppfinningamaður og hefur komið sér upp kontór í húsi Sjávarklasans á Grandagarði í Reykjavík, ásamt samstarfs- manni og meðeiganda í félag- inu D-TECH, Guðmundi Sig- þórssyni. Úði sem ekki finnst fyrir Eftir þróunar- og tilraunastarf svo árum skiptir segist Ragnar geta fullyrt að hvergi í veröld- inni sé finnanleg einfaldari, áhrifameiri, umhverfisvænni og ódýrari leið til sótthreinsunar en þeir félagar markaðssetja nú undir merkinu D-SAN. „Þessi vegferð okkar tók á annan áratug og við lentum í bilunum, strandi og skipskaða, svo gripið sé til sjómannamáls, en þá er leitað nýs upphafs og haldið áfram. Þannig gengur það gjarnan hjá nýsköpunarfyr- irtækjum en mest um vert er að missa aldrei trúna á verkefninu. Það gerði ég ekki enda mjög N ý ju n g a r Ragnar Ólafsson við stjórnkerfi D-San kerfisins í Sundakæli Eimskips.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.