Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2015, Side 53

Ægir - 01.06.2015, Side 53
53 tiltölulega ör hlýnun í kringum 1920 og í framhaldinu hlýinda- tímabil þar til í byrjun sjöunda áratugarins. Þá fór að kólna og einkenndist tímabilið milli 1965−1971 af lágum hita og seltu og tíðum hafís á land- grunninu fyrir norðan land (haf- ísárin). Á árunum 1972−1995 skiptust á 1−4 ára tímabil hlýrra og kaldra ára fyrir norðan Ís- land. Upp úr 1996 fór sjávarhiti að hækka og síðan þá hefur verið nær samfellt hlýindatíma- bil á Íslandsmiðum (2. mynd). Mikilvægt vöktunarsnið um- hverfisrannsókna Hafrann- sóknastofnunar liggur til vest- urs yfir landgrunninu í Faxaflóa og út í Irmingerstrauminn suð- vestur af landinu. Stöð 9 á snið- inu (64° 20´ N, 27° 55´ W) lýsir ástandi í Atlantssjónum sunnan Grænlands-Skotlandshryggjar (3. mynd). Þar hækkuðu selta og hiti verulega á árunum 1996−1998, í kjölfar lágra gilda frá því í um 1990, en síðan varð aftur nokkur lækkun. Árið 2003 hækkuðu hiti og selta á ný og síðan hafa gildi verið há. Sam- bærilegar breytingar hafa einn- ig átt sér stað á öðrum vöktun- arsniðum við landið. Verulegar breytingar hafa þannig orðið í hafinu umhverfis Ísland síðan 1996 með aukinni útbreiðslu Atlantssjávar við landið og á Norðurmiðum síðan 1996 og hefur sjávarhiti hækkað á um 1−2 °C á miðum allt umhverfis landið. Á grundvelli ofangreindrar lýsingar má draga megin ein- kenni ástands sjávar við Ísland síðastliðin rúm 100 ár saman á eftirfarandi hátt: I. Frá því um 1885−1920 var hitastig lágt en upp úr 1920 fór að hlýna. II. Frá 1921−1964 var hita- stig hátt, en lækkaði síðan í upphafi 7. áratugarins III. Tímabilið milli 1965−1971 einkenndist af lágum hita og oft var hafís fyrir norðan land. IV. Eftir 1972 hækkaði hiti á ný og í framhaldi skiptust á 1−4 ára tímabil hlýrra og kaldra ára fram til 1995. V. Upp úr 1996 hófst hlý- indatímabil sem varað hefur fram á þennan dag. Hér er í framhaldi fjallað um makríl á Íslandsmiðum í ljósi ofangreindra tímabila um ástand sjávar. Komur makríls 1885−1920 Fyrsta óyggjandi heimild um makríl hér við land er frá vorinu 1885 en þá fannst stakur fiskur í Hafnarfirði (4. mynd). Síðar sama ár fundust einnig stakir fiskar í Seyðisfirði og Vopnafirði. Í upphafi 20. aldar var svo af og til greint frá makríl hér við land. Oftast var þar um að ræða staka fiska sem fengust í lagnet á grunnslóð eða nálægt landi en í reknet eða nót fjær landi. Á þessum árum var fremur kalt við Ísland (2. mynd) og því vek- ur það nokkra furðu að flestir fiskanna fengust í kalda sjónum undan norður- og norðaustur- ströndinni. Líklegast endur- speglar þetta þó almenna til- högun fiskveiða á þessum tíma. Botnfiskveiðar voru einkum stundaðar sunnan lands á vetr- arvertíð, þ.e. áður en makríll kann að hafa gengið á íslenskt hafsvæði, en síldveiðar fyrir norður- og norðausturströnd- inni að sumarlagi, þ.e. þegar lík- legast er að finna hér makríl. Þrátt fyrir takmarkaðar upplýs- ingar er samt ljóst að jafnvel á kuldatímabilinu í upphafi 20. aldar gekk makríll stöku sinnum á miðin við Ísland. 1921−1965 Á þessum árum ríkti hlýinda- skeið í sjónum við Ísland og þá sérstaklega á 4. og 5. áratugn- um. Víðtækar breytingar áttu sér þá stað í vistkerfi sjávar við landið og víðar í Norður Atl- antshafi. Þar á meðal voru tíðari komur makríls upp að landinu og jafnframt sást hann þá oftar en áður í torfum (5. mynd). Út- breiðslan var hins vegar áfram svipuð og á árabilinu 1885− 1920, þ.e. fiskarnir fengust oft- ast undan norðurströndinni og svo við sunnanverðan Faxaflóa. Sem fyrr vekur nokkra furðu að ekki eru heimildir um veiðistaði í hlýja sjónum við suðurströnd- ina en eins og að ofan var getið þá stafar það líklegast af því hvernig fiskveiðum var háttað við Ísland á þessum tíma. Á síðari hluta þessa hlýinda- tímabils virðist aðeins ein skráð heimild um makríl við landið eða stakur fiskur í janúar 1963. Fram á miðjan 7. áratuginn voru takmarkaðar veiðar á makríl og lítið vitað um raun- verulega stofnstærð. Hugsan- lega var sá hluti makrílstofnsins sem á sumrin gengur í Noregs- haf lítill á þessum árum og því breiddi hann ekki úr sér inn á hafsvæðið við Ísland. Þekkt er þó að á 6. og 7. áratugnum hafi 3. mynd. Hitabreytingar á stöð 9 á Faxaflóasniði (Si). 4. mynd. Makríll á Íslandsmiðum 1880-1920. 5. mynd. Makríll á Íslandsmiðum 1921-1965. 24° 20° 16° 12° 64° 66° 200 ● ●● ● ● Vopnafjörður Seyðisfjörður Reykjavík Hafnarfjörður Ho rnv ík ● Tímabil 1880−1920 Stakir fiskar Torfur 24° 20° 16° 12° 64° 66° 200 ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● ● Vopnafjörður Seyðisfjörður Reykjavík Hafnarfjörður Ho rnv ík ● Tímabil 1921−1965 Stakir fiskar Torfur

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.