Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 6

Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 6
-5- Prh. gjaldanda skv. IV. kafla laga nr. 8, 22. marz 1972, og eigi hærra en 3$ af útsvarinu. Fer upphæð sóknar- gjaldsins innan þessara marka eftir ákvörðum safnaðar- fundar í hverri sókn. Sóknargjaldið getur þó ekki verið lægra en kr. 1.000,oo, eða kr. 2.000,oo fyrir hjón, né hærra en kr. 3»000,oo, eða kr. 6.000,oo fyrir hjón. Skulu ákvarðanir safnaðarfundar um breytingu á gjaldinu til hækkunar eða lækkunar hafa verið tilkynntar þeim, er annast álagningu útsvara sbr. 24, gr. laga nr.8, 22. marz 1972, eigi síðar en 1. febrúar ár hvert, ella skal gjaldið lagt á með sama hætti og árið áður. Lámarksgjaldið og hámarksgjaldið skv. 1. mgr. skal árlega breytast til hækkunar eða lækkunar samkvænt breytingu þeirri sem varð á kaupvísitölu næsta almanaksárs á undan, eins og hún er reiknuð skv. 5» gr. laga nr. 30, 12. maí 1970 um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Hagstofa Islands reiknar út breytingu gjaldsins. Um álagningu sóknargjaldsins að öðru leyti og um innheimtu þess, gilda sömu reglur og um útsvör. Feli sóknarnefnd innheimtustofnun, sveitarstjórn eða gjaldheimtu, innheimtu sóknargjaldanna, skal innheimtustofnunin standa sóknarnefnd skil á innheimtum gjöldum ársfjórð- ungslega. 3 • gr. Hver sá, sem telst til utanþjóðkirkjusafnaðar, er hefur löggiltan prest eða forstöðumann, skal árlega greiða safnaðargjald til trúfélags síns eigi lægri upphæð en nemur hinu lögboðna sóknargjaldi samkvaant 2. gr. Utanþjóðkirkjumönnum þeim, er um r£ðir í 1. mgr., ber að sýna innheimtumanni sveitarfélags skilríki fyrir Frh.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.