Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 23
-22-
1974
9- Kirk.juþing
16. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um kirkjulóðir í sveitum.
Fl.memm; Sr. Pétur Ingjaldsson og
sr. Sigurður Guðmundsson.
Kirkjuþing ályktar að fela kirkjuráði að vinna að því, að hið
sama gildi um kvaðir landeigen(feá kirkjustöðum í sveitum
varðandi lóðir undir kirkjur og nú gildir í kaupstöðum og
kauptúnum, sbr. lög nr. 35j 5» gr. 1970.
Einnig, að eins og sýslu- og bæjarfélögum er skylt að sjá
um vegi að kirkjum, láti þau einnig gera bílasteeði við kirkjur
eftir þörfum.
Löggjafarnefnd mælti með tillögu þessari að breyttu
orðalagi í síðari málsgrein. Þannig var hún samþjrkkt:
Kirkjuþing ályktar að fela kirkjuráði að vinna að því, að
hið sama gildi um kvaðir landeigenda á kirkjustöðum í
sveitum varðandi lóðir undir kirkjur og nú gildir í
kaupstöðum og kauptúnum, sbr. lög nr. 35.» 5- gr. 1970.
Eins og sýslu- og sveitarfélögum er skýlt að sjá um vegi
að kirkjum^ láti þau einnig gera bílastæði við kirkjur
eftir þörfum.