Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 26
-25-
1974___________________9« Kirk.juþing__________________________19» má 1
T 1 1 1 a g a
til þlngsályktunar um bænastund og kristilega
hugvekju í útvarpinu»
Fl-menn: Sr. Pétur Ingjaldsson og
Eðvald Halldórsson.
Kirkjuþing 1974 felur kirkjuráði að fá útvarpsráð til að ljúka
hverri dagskrá með bænastund, svo og að stuðla að því að stutt
kristileg hugvekja verði flutt í dagskrá útvarpslns á hverjum
sunnudegi.
Allsherjarnefnd varð sammála um að leggja til, að þetta
mál yrði afgreitt ásamt 12. máli með svofelldri ályktun:
Kirkjuþing 1974 felur kirkjuráði að fá útvarpsráð til að
ljúka hverri dagskrá hljóðvarps með stuttri kristilegri
hugvekju.
Nefndarálitið var samþykkt með 12 eamhljóða atkvæðum.
Breytingatillaga frá sr. Eiríki^J. Eiríkssyni var felld
með 4 : 7 atkv. Hún var svo hljóðandi:
Kirkjuþing 1974 felur kirkjuráði að fá útvarpsráð til að
fallast á, að í morgunbænatíma^þess megi flytja stutta
hugleiðungu, þótt það telji sjálfsagt, að stund þessari sé
einkrum varið til bænar.