Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 29

Gerðir kirkjuþings - 1974, Page 29
-28- 1974 9* Kirkjuþing 22. mál T 1 1 1 a g a tll þingsályktunar um raforkumál kirkna. Flimi biskup. Kirkjuþing minnir á bréf iðnaðarráðherra frá 22. júní 1971 varðandi rafmagnsverð til lýsingar og upphitunar kirkna* þar sem kveðið var svo á* að raforka til kirkna. skuli miðast við um það bil hálft gjaldskrárverð raforku í smásölu á hverjum tíma. Þessi mikilvæga ákvörðun hefur ekki komizt til fram- kvssnda. Vill kirkjuþing leyfa sér að óska og vænta þess, að hæstvirtur iðnaðarráðherra taki þetta mál að nýju til athugunar og úrlausnar. Allsherjarnefnd lagði til orðalagsbreytingu og var tillagan samþykkt þannig: Kirkjuþing minnir á bréf iðnaðarráðherra frá 22. júní 1971 varðandi rafmagnsverð til lýsingar og upphitunar kirkna, þar sem kveðið var svo á, að raforka til kirkna skuli miðast við um það bil hálft gjaldskrárverð raforku í smásölu á hverjum tíma. Þessi mikilvæga ákvörðun var aðeins látin gilda eitt ár. Vill kirkjuþing leyfa sér að óska og vænta þess, að hæst- virtur iðnaðarráðherra taki þetta mál að nýju til athugunar og úrlausnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.