Gerðir kirkjuþings - 1976, Blaðsíða 9

Gerðir kirkjuþings - 1976, Blaðsíða 9
- 9 - 1?7 6 10. Klrkjuþing 2. mál T i_ 1 1 £ g a_ _ti_l þing^á_lyktun£r_um jueignir^ Flim. biskup. Kirkjuþing ályktar að láta gera skrá um allar jarðeignir kirkjunnar og núverandi verðgildi þeirra með það fyrir augum, að ríkinu verði gert tilboð um að leysa þær til sín með árlegu gjaldi, er miðist við mat eignanna á þeim tíma, þegar samningur um þetta gengi í gildi. Skal það mat verða vafanleg víðmiðun um þetta árlega gjald en uppteð þess breytast hlutfallslega til samræmis við breytingar á fasteignamati á hverjum tíma. Gengið er út frá því, að þjóðkirkjan fái með þessum hætti, samkvæmt nánari athugun, umráðafé til frambúðar til þarfa, sem viðurkenndar eru á fjárlögum, og falli þá slíkir fastir fjárlagaliðir niður. Undan skildir eru í þessu sambandi launaliðir, því að þau útgjöld rxkisins ber að líta á sera greiðslu upp í andvirði þeirra eigna, sem ríkið hefur selt undan kirkjunni. Sama máli gegnir um þá fjármuni^ sem ríkið hefur varið til prests- setra og yrðu því byggingar á prestssetrum að teljast kirkjueign, þegar það fjármálauppgjör, sem hér ræðir um, yrði til lykta leitt, en um prestssetursjarðir yrði að öðru leyti að semja sérstaklega. Frá og með gildistöku slíks samnings yrðu þær jarðeignir., sem nú flokkast undir kirkjujarðir, ríkiseign. Þær jarðeignir, sem sérstök lög gilda um (Skálholt, Strandarkirkjujarðir) eða aðrir lögmætir gerningar, eru að sjálfsögðu undan teknar. Vísað til löggjafarnefndar. (Frsm. sr. Jonas Gíslason.) álit hennar var á þessa leið: Löggjafarnefnd telur tillögu biskups um kirkjueignir tímabæra og brýna og vill að málið verði athugað nánar.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.