Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 26
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
OFVIRKUR SÖRFARI
SEM TEKUR AF SKARIÐ
Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaðurinn á brimbretti á Íslandi. Hann er glaðlyndur og
aðeins rúmlega tvítugur að aldri, en hefur lifað viðburðaríka ævi. Heiðar var rekinn úr skóla, var
alla barnæsku á risaskammti af Rítalíni og ólst upp að einhverju leyti á geðdeild. Heiðar byrjaði
ungur að drekka mikið, hætti og lífið breyttist. Hann hefur nú lært að beina orkunni á rétta staði.
HÆTTI UNGUR AÐ DREKKA Heiðar vill hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum. MYND/ERLENDURTHORMAGNUSSON
Heiðar Logi er nýkominn frá Indónesíu úr ævin-týraferð þegar blaða-maður nær af honum tali. Hann er einstak-lega brosmildur, sól-
brúnn og talar af ástríðu um brim-
brettin, aðaláhugamál sitt. Hann
segist ekki alltaf hafa verið á þeim
góða stað sem hann er á í dag. „Ég
var kolvitlaus þegar ég var barn.
Það var ekki hægt að hafa mig í
einum einasta tíma. Við vorum
nýflutt til Danmerkur og ég var í
skóla þar. Ég var sendur til skóla-
stjórans að minnsta kosti einu sinni
á dag. Þeir höfðu aldrei séð svona
ofvirkt barn,“ segir Heiðar Logi
skælbrosandi þegar blaðamaður
hittir hann fyrir á kaffihúsi í mið-
bænum.
„Það eru til upptökur þar sem ég
er hoppandi á milli borða í miðri
kennslustund. Þetta var orðið þann-
ig að ég mætti í skólann og einhver
úr félagsmiðstöðinni var látinn
sækja mig og fara með mig út úr
kennslustofunni. Svo var mér skilað
aftur í skólann rétt áður en honum
lauk og ég sóttur. Ég var samt á
trufluðum skammti af Rítalíni. Svo
voru foreldrar mínir boðaðir á fund
og sagt að þau gætu ekki haft mig
lengur í skólanum. Þau mæltu með
því að ég færi inn á barnageðdeild,
og ég fór þangað,“ útskýrir Heiðar.
Refsingar virkuðu ekki
Heiðar var sóttur heim til sín á
leigubíl á morgnana og var keyrð-
ur á geðdeild og sendur heim eftir
dagvistina í leigubíl. „Við vorum
aðeins að læra og svo var verið að
gera tilraunir á mér, til dæmis létu
þau mig hætta á Rítalíni í viku.
Þau vildu að ég væri lagður inn á
geðdeild á meðan, en mamma vildi
hafa mig heima. Ég trylltist þegar
ég var tekinn af lyfjunum. Á fjórða
degi hringdi mamma upp á deild,
hágrátandi, buguð og sagðist ekki
geta meira. Ég held að hún hafi
næstum því verið lögð inn sjálf.
Þarna er ég ekki nema sjö ára,“
heldur hann áfram og bætir við að
mamma hans hafi enga stjórn haft
á honum. „Ég var til friðs þegar
stjúppabbi minn var á staðnum. Um
leið og hann gekk út varð ég tryllt-
ur. Hann beitti ekki ofbeldi, en var
mjög harður. Ég var settur í straff.
Þau prófuðu allt.“
Fagfólk eina svarið
Heiðar var þjónustaður af barna-
geðdeildinni í um það bil ár. „Þetta
var æðislegt, þarna fékk ég að vera
frjáls. Við lærðum frá tíu á morgn-
ana til hádegis og svo fengum við
frítíma. Það var aldrei verið að
stjórna mér eða setja mér mörk,
nema eðlileg mörk. Þarna fékk ég
að gera það sem ég vildi. Ég hafði
íþróttasal og tíma til að einbeita
mér að því. Ég hef alltaf þurft að
hafa lifandi hlutverk, einhverja
aksjón. Ég gat til dæmis ekki leikið
mér með leikföng, mér fannst það
svo leiðinlegt.“
Eftir dvölina á geðdeildinni var
Heiðar sendur í marga skóla.„Ég
passaði hvergi inn. Í eitt skiptið
fór ég í skóla þar sem flestir nem-
endurnir lifðu við einhvers konar
þroskahömlun. Það var ein af
skyndilausnunum. Það vissi enginn
hvað átti að gera við mig.“
Ólöf
Skaftadóttir
olof@365.is
Ég trylltist þegar ég var
tekinn af lyfjunum. Á fjórða
degi hringdi mamma upp á
deild, hágrátandi, buguð og
sagðist ekki geta meira. Ég
held að hún hafi næstum
því verið lögð inn sjálf.