Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 26

Fréttablaðið - 13.06.2015, Side 26
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 OFVIRKUR SÖRFARI SEM TEKUR AF SKARIÐ Heiðar Logi Elíasson er fyrsti atvinnumaðurinn á brimbretti á Íslandi. Hann er glaðlyndur og aðeins rúmlega tvítugur að aldri, en hefur lifað viðburðaríka ævi. Heiðar var rekinn úr skóla, var alla barnæsku á risaskammti af Rítalíni og ólst upp að einhverju leyti á geðdeild. Heiðar byrjaði ungur að drekka mikið, hætti og lífið breyttist. Hann hefur nú lært að beina orkunni á rétta staði. HÆTTI UNGUR AÐ DREKKA Heiðar vill hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum. MYND/ERLENDURTHORMAGNUSSON Heiðar Logi er nýkominn frá Indónesíu úr ævin-týraferð þegar blaða-maður nær af honum tali. Hann er einstak-lega brosmildur, sól- brúnn og talar af ástríðu um brim- brettin, aðaláhugamál sitt. Hann segist ekki alltaf hafa verið á þeim góða stað sem hann er á í dag. „Ég var kolvitlaus þegar ég var barn. Það var ekki hægt að hafa mig í einum einasta tíma. Við vorum nýflutt til Danmerkur og ég var í skóla þar. Ég var sendur til skóla- stjórans að minnsta kosti einu sinni á dag. Þeir höfðu aldrei séð svona ofvirkt barn,“ segir Heiðar Logi skælbrosandi þegar blaðamaður hittir hann fyrir á kaffihúsi í mið- bænum. „Það eru til upptökur þar sem ég er hoppandi á milli borða í miðri kennslustund. Þetta var orðið þann- ig að ég mætti í skólann og einhver úr félagsmiðstöðinni var látinn sækja mig og fara með mig út úr kennslustofunni. Svo var mér skilað aftur í skólann rétt áður en honum lauk og ég sóttur. Ég var samt á trufluðum skammti af Rítalíni. Svo voru foreldrar mínir boðaðir á fund og sagt að þau gætu ekki haft mig lengur í skólanum. Þau mæltu með því að ég færi inn á barnageðdeild, og ég fór þangað,“ útskýrir Heiðar. Refsingar virkuðu ekki Heiðar var sóttur heim til sín á leigubíl á morgnana og var keyrð- ur á geðdeild og sendur heim eftir dagvistina í leigubíl. „Við vorum aðeins að læra og svo var verið að gera tilraunir á mér, til dæmis létu þau mig hætta á Rítalíni í viku. Þau vildu að ég væri lagður inn á geðdeild á meðan, en mamma vildi hafa mig heima. Ég trylltist þegar ég var tekinn af lyfjunum. Á fjórða degi hringdi mamma upp á deild, hágrátandi, buguð og sagðist ekki geta meira. Ég held að hún hafi næstum því verið lögð inn sjálf. Þarna er ég ekki nema sjö ára,“ heldur hann áfram og bætir við að mamma hans hafi enga stjórn haft á honum. „Ég var til friðs þegar stjúppabbi minn var á staðnum. Um leið og hann gekk út varð ég tryllt- ur. Hann beitti ekki ofbeldi, en var mjög harður. Ég var settur í straff. Þau prófuðu allt.“ Fagfólk eina svarið Heiðar var þjónustaður af barna- geðdeildinni í um það bil ár. „Þetta var æðislegt, þarna fékk ég að vera frjáls. Við lærðum frá tíu á morgn- ana til hádegis og svo fengum við frítíma. Það var aldrei verið að stjórna mér eða setja mér mörk, nema eðlileg mörk. Þarna fékk ég að gera það sem ég vildi. Ég hafði íþróttasal og tíma til að einbeita mér að því. Ég hef alltaf þurft að hafa lifandi hlutverk, einhverja aksjón. Ég gat til dæmis ekki leikið mér með leikföng, mér fannst það svo leiðinlegt.“ Eftir dvölina á geðdeildinni var Heiðar sendur í marga skóla.„Ég passaði hvergi inn. Í eitt skiptið fór ég í skóla þar sem flestir nem- endurnir lifðu við einhvers konar þroskahömlun. Það var ein af skyndilausnunum. Það vissi enginn hvað átti að gera við mig.“ Ólöf Skaftadóttir olof@365.is Ég trylltist þegar ég var tekinn af lyfjunum. Á fjórða degi hringdi mamma upp á deild, hágrátandi, buguð og sagðist ekki geta meira. Ég held að hún hafi næstum því verið lögð inn sjálf.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.