Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 42
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 20152
Samkvæmt kenningu Michaels Porter er klasi lykilhugtak þegar kemur að samkeppnis-
hæfni þjóða. „Grundvallaratriði í
klasakenningunni er svokallaður
„demantur“ sem endurspeglar sam-
spil fjögurra meginþátta sem hafa
áhrif á samkeppnishæfni þjóða og
landsvæða. Þeir eru framleiðsluskil-
yrði, eftirspurnarskilyrði, tengdar at-
vinnu- og stuðningsgreinar og stefna
fyrirtækja, skipulag og samkeppni.
Samspil þessara krafta er birtingar-
mynd klasaumhverfisins en mikil-
vægt er að gera sér grein fyrir því að
klasar eru ekki búnir til heldur ráð-
ast af fyrrgreindu samspili,“ útskýr-
ir Hákon Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri og stofnandi Gekon, sem fyrstu
árin sá um rekstur Iceland Geo-
thermal-klasasamstarfsins.
Þeir Michael Porter og Þjóðverj-
inn Christian Ketels hafa gert grein-
ingu á Íslenska jarðvarmaklasanum
í samvinnu við Gekon. „Hátt í 60 að-
ilar tóku þátt í því verkefni og komu
þeir úr ýmsum áttum. Niðurstöðurn-
ar sýna að Ísland er frá náttúrunnar
hendi einstaklega vel úr garði gert
hvað varðar aðgang að gæðaauðlind.
Hátt hlutfall jarðvarmaorku sem hlut-
fall af frumorkunotkun þjóðarinnar,
eða 70%, er einstakt í heiminum,“
segir Hákon.
Jarðvarmanýting á Íslandi hefur
að mestu byggst upp og þróast síðast-
liðin 100 ár, mest þó á seinni hluta
síðustu aldar. „Ísland er sterkur aðili
á hinum alþjóðlega jarðvarmamark-
aði þar sem öflugur jarðvarmaklasi
er til staðar. Styrkur klasans felst í
þróuðum aðferðum við fjölnýtingu
jarðvarma, reynslumiklum sérfræð-
ingum, góðum orðstír og viðamikl-
um tengslum á alþjóðlegum vett-
vangi. Veikleikarnir felast hins vegar
í lélegu aðgengi að fjármagni, skorti á
stærðarhagkvæmni fyrirtækja, erfiðu
starfsumhverfi þeirra heima fyrir og
dreifðum kröftum menntastofnana.“
Fyrstu þrjú árin var Iceland Geo-
thermal-klasasamstarfið sem fyrr
segir rekið af Gekon og allir aðil-
ar þess voru með samninga við það.
Árið 2013 varð afgerandi breyting á
rekstri samstarfsins þegar „Iceland
Geo thermal-klasasamstarfið“ var
stofnað. Þá var mynduð stjórn í stað
fagráðs og gerður þjónustusamningur
við Gekon um reksturinn. Æðsta vald
í málum félagsins er hjá aðalfundi
þess. Stjórnin er skipuð ellefu aðil-
um, þar af tveimur áheyrnarfulltrú-
um. Formaður stjórnar er Albert Al-
bertsson, hugmyndasmiður HS Orku,
en klasastjóri Viðar Helgason.
Lykilhugtak í samkeppnishæfni þjóða
Hugtakið klasi hefur verið skilgreint sem landfræðileg þyrping fyrirtækja og stofnana á ákveðnu sviði sem hafa sameiginlega
hagsmuni og stuðningsnet. Þetta er hugmyndafræði sem Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla, er talinn upphafsmaður að
og bókin „The Competitive Advantage of Nations, sem kom út árið 1990, er almennt álitin marka upphaf hennar.
Jarðvarmanýting á Íslandi hefur að mestu byggst upp og þróast síðastliðin 100 ár.
Klasar eru ekki búnir til heldur ráðast af samspili margra þátta.
Grund vallar atriði
í klasa -
kenningunni er svo-
kallaður „demantur“ sem
endurspeglar samspil
fjögurra meginþátta.