Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 62
| ATVINNA |
12
06
15
/
K
RÍ
A
hö
nn
un
ar
sto
fa
Vinnumálastofnun
Atvinnuráðgjafi
á Norðurlandi vestra
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa fyrir þjónustuskrifstofu sína á Norðurlandi
vestra sem staðsett er á Skagaströnd. Atvinnuráðgjafi veitir ráðgjöf, aðstoðar einstaklinga í atvinnuleit og
atvinnurekendur í leit að starfsfólki. Atvinnuráðgjafi annast ýmis samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu.
Helsta markmið starfsins er að vinna gegn atvinnuleysi á Norðurlandi vestra.
Viðkomandi starfsmaður þarf að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta-
og skipulagshæfni. Honum ber að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar sem eru: Fyrirmyndarþjónusta;
Virðing; Áreiðanleiki. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra.
Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík Sími 515 4800 www.vmst.is
Fyrirmyndarþjónusta Virðing Áreiðanleiki
Helstu verkefni:
Vinnumiðlun og almenn ráðgjöf
Móttaka umsókna og gagna
Skráningar og upplýsingamiðlun
Kynningar, starfsleitarfundir og námskeið
Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki
Koma á og viðhalda tengslum við ólíka
samstarfs og hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfnikröfur:
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun
Samskipta- og skipulagshæfni
Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg
Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2015.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6
mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Sækja skal um starfið á Starfatorgi:
www.starfatorg.is/serfraedistorf/nr/19606.
Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynn-
ingarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsókn-
ar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár mála ráð herra
og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir:
Jensína Lýðsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofn-
unar á Norðurlandi vestra í síma 515 4800 eða með
fyrirspurn netfangið jensina.lydsdottir@vmst.is
Starfsmenn Samskipa þurfa að hafa metnað
til að takast á við krefjandi verkefni og ná
framúrskarandi árangri.
Hæfniskröfur bílstjóra:
• Meirapróf er æskilegt en ekki nauðsynlegt
• Gerð er krafa um sterka öryggisvitund, góða
ástundun og samviskusemi
• Starfsmenn verða að búa yfir lipurð í þjónustu
og samskiptum
• Íslenskukunnátta er skilyrði
• Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og
hafa hreina sakaskrá
Áhugasamir, konur jafnt sem karlar, eru hvattir til
að sækja um sem fyrst, umsóknarfrestur er til og
með 21. júní 2015
Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum
vefsíðu okkar www.samskip.is
Saman náum við árangri
Bílstjórar óskast
Samskip óska eftir dugmiklum bílstjórum til
starfa sem fyrst. Um er að ræða akstur og
dreifingu vöru innan höfuðborgarsvæðisins
Lindex Kringlunni
óskar eftir að ráða þjónustustjóra sem hefur mikinn áhuga á að skapa
tískuupplifun á heimsmælikvarða í skemmtilegu og líflegu vinnuumhverfi.
Viðkomandi þarf að hafa áhuga á tísku og vera til þjónustu reiðubúinn.
Lindex Akureyri
óskar eftir starfsfólki, sem er brosmilt, hefur mikla þjónustulund og
brennandi áhuga á tísku, í fullt starf deildarstjóra og í hlutastörf.
Lindex
rekur um 500 verslanir í 16 löndum en Lindex á Íslandi er fjölskyldu-
fyrirtæki stofnað 2011 og rekur verslanir í Kringlunni, Smáralind og
Glerártorgi Akureyri.
Umsóknir með ferilskrá berist á atvinna@ldx.is merktar Lindex Akureyri
eða Lindex Kringlunni
Umsóknarfrestur er til og með 15. júní nk. Umsækjendur þurfa að geta
hafið störf sem fyrst, síðasta lagi 1. ágúst
13. júní 2015 LAUGARDAGUR6