Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 56
FÓLK| BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16 FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚÐUM FRÁ kr. 4.900 CARMEN kr. 99.800 YUMI kr. 28.400 MINIMAL kr. 9.980 AMI kr. 19.900 EVA kr. 22.500 NOHO SÓFI - 219 CM kr. 199.800 CALVIN TUNGUSÓFI 269X153 cm kr. 227.400 2 SAMAN Í SETTI NÝ TT NÝ TT NÝ TT NÝ TT HELGIN Forfeður systranna Ingi-bjargar, Þórunnar og Dísellu Lárusdætra eru öflugir tón- listarmenn. Þær ætla að rekja ættir sínar til merkra skálda og tónskálda og flytja þekkt ís- lensk lög á tónleikum sem verða haldnir í fyrsta skipti á morgun í Hörpu. „Okkur þykir svo gaman að að syngja saman og það er svo- lítið langt síðan við gerðum það síðast þannig að við ákváðum að setja upp sýningu,“ segir miðsystirin Þórunn. Systurnar syngja á íslensku en tala á ensku á tónleikunum. „Þeir sem hafa komið á tónleika með okkur vita að við erum mikið í því að fífl- ast og skemmta okkur í leiðinni. Hugmyndin, sem við erum búnar að ganga með í maganum lengi, er sem sagt sú að fara ekki bara yfir þessa týpísku sögu íslenskr- ar tónlistar heldur miða þetta út frá okkur persónulega. Til dæmis var tónlist af skornum skammti hér á landi allt þar til fyrsta orgelið var flutt inn á nítjándu öld af Pétri Guðjónssyni, sem var langalangalangafi okkar, og Þor- valdur Steingrímsson, móðurafi okkar, var einn af fyrstu atvinnu- tónlistarmönnunum á Íslandi. Svo var pabbi trompetleikari og mamma leikkona þannig að við fáum tónlistina eiginlega beint í æð,“ segir Þórunn og brosir. EKKI BEINT RAPPTÝPURNAR Dísella útsetur allar söngraddir á tónleikum systranna og Stefán Örn Gunnlaugsson spilar á flygil. Systurnar ætla að flytja alls konar lög og fara í gegnum flestar tónlistarstefnur. „Þetta eru mest mjög þekkt lög sem við tökum, til dæmis Hver á sér fegra föðurland sem móðurbróðir afa Þorvaldar, Emil Thoroddsen, skrifaði þannig að það tengist okkur líka fjölskylduböndum. Svo röppum við lag eftir afkom- anda einnar okkar, hana Sigur- laugu Söru sem er í Reykjavíkur- dætrum. Þannig að allur skalinn verður tekinn.“ Blaðamaður má til með að minnast á að þær systur séu nú kannski ekki alveg týpurnar sem flestir sjá fyrir sér að leggi rapp fyrir sig. Þórunn tekur undir það og segir skellihlæjandi að það verði að minnsta kosti sjúklega fyndið að sjá þær rappa. „Við erum búnar að hlæja mjög mikið á æfingum og ætlum að rappa eins og Reykjavíkurdætur en svo verður fólk bara að dæma sjálft hvernig til tekst.“ KVEIKJA OFT UPP Í ELDAVÉL- INNI Á MILLI ÆFINGA Mörgum þykir systurnar líkar í útliti en Þórunn segir þær alls ekki vera líkar að öðru leyti. „Þeir sem þekkja okkur ekki segja að við séum alveg eins en þeir sem þekkja okkur vel segja að við séum mjög ólíkar og ég er sammála því,“ segir hún og hlær. Hún bætir við að þær eigi nokkur sameiginleg áhuga- mál en að tónlistin sé í algjöru fyrirrúmi. „Okkur finnst öllum gaman að fara í leikhús og sækja tónleika en svo erum við allar miklar áhugakonur um matar- gerð og allar tilraunagúrmet- kokkar. Þegar við höfum góðan tíma til að æfa þá er kveikt upp í eldavélinni líka.“ Þær systur búa sem stendur allar á landinu en það verður ekki lengi því Dísella fer aftur út í haust. „Hún hefur undanfarin ár búið í Bandaríkjunum en er heima núna af því að hún er í fæðingarorlofi, eignaðist nýlega lítinn Jökul Orra. Í sumar er hún að æfa hlutverk Lulu og heldur svo á vit ævintýranna í Stóra eplinu og Metropolitan-óperunni í haust. Ingibjörg starfar vana- lega á öðrum vettvangi, hún er í stjórnunarstöðu hjá Icelandair en tónlistin gefur henni skemmti- legt tækifæri til að gera eitthvað allt annað endrum og eins. Tón- leikarnir okkar verða því bara fram í ágúst þegar við þurfum allar að snúa okkur að öðrum verkefnum,“ segir Þórunn. RAPPA EINS OG REYKJAVÍKURDÆTUR SAMRÝMDAR SYSTUR Þórunn, Dísella og Ingibjörg Lárusdætur flytja lög úr flestum tónlistarstefnum á tónleikum sínum á morgun. Systurnar eiga margt sameiginlegt en allar eru þær áhugakonur um matreiðslu og listir. ÞRJÁR SYSTUR Lárusdætur verða með tónleika í Hörpu í sumar þar sem þær bæði rappa og syngja klassísk lög. MYND/BJARNEY S. LÚÐVÍKSDÓTTIR LISTAKONA OG ÁHUGAKOKKUR Þórunn og systur hennar eiga listir og matargerð sem sameiginlegt áhugamál. MYND/GVA REIKNAÐU DÆMIÐ á 365.is 365.is Sími 1817
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.