Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 20154
Staða Íslands innan jarðvarma-bransans er mjög sterk enda starfa Íslendingar að verk-
efnum alls staðar í heiminum. Til
dæmis í Asíu, Austur-Afríku, Suður-
Ameríku og víðar,“ segir Alexander
Richter. Hann stofnaði ThinkGeo-
Energy árið 2010 en það er stærsta
fréttaveita fyrir jarðhitaiðnaðinn í
heiminum.
Alþjóðleg samkeppni
Jarðvarmabransinn fer stækkandi
í heiminum og er þannig orðinn
nokkuð stór í löndum á borð við
Bandaríkin og Nýja-Sjáland. „Þró-
unarverkefni í þessum löndum eru
flest búin og því leita fyrirtækin að
verkefnum utan landsteinanna líkt
og íslensk fyrirtæki. Samkeppnin er
því nokkur á markaðnum.“
Samvinna skiptir miklu
Alexander segir Íslendinga afar
áberandi á alþjóðavettvangi jarð-
varmans þar sem þeir koma að afar
mörgum verkefnum um allan heim.
Hann segir það hins vegar einnig
geta stuðlað að veikleika fyrir ís-
lensk jarðvarmafyrirtæki að dreifa
kröftum sínum of víða. „Hættan
er að fyrirtækin verði ekki sam-
keppnis hæf,“ segir hann. Íslensk
fyrirtæki þurfi þannig jafnvel að
vera í samkeppni hvert við annað.
Hann telur mikilvægt að fyrir-
tæki og stofnanir sameini krafta
sína, sérstaklega vegna þess að verk-
efnin eru flest í fjarlægum löndum.
Alexander segir menn vera að
vakna til vitundar um mikilvægi
samvinnu og tekur dæmi. „Nýverið
var farin ferð til Níkaragva. Þar fóru
fjölmörg fyrirtæki saman ásamt ráð-
herra til að kynna alls konar jarð-
hitaverkefni á borð við Auðlinda-
garðinn í Svartsengi og til að sýna
hvað Ísland getur boðið upp á. Það
var mjög sterkt,“ segir Alexander og
bætir við að Íslenski jarðvarmaklas-
inn sé einnig mjög gott framtak. Þar
vinni allir að sama markmiði, sem
sé að kynna fyrir heiminum hvað Ís-
land hafi upp á að bjóða.
Jarðhitaskólinn mikilvægur
Íslendingar koma nú þegar að
mörgum verkefnum í Austur-
Afríku og Alexander telur að Jarð-
hitaskólinn á Íslandi gegni stóru
hlutverki í því. „Íslendingar hafa
byggt upp þekkingu hjá fjölmörg-
um Afríkubúum. Fjöldi Kenýa-
búa hefur til dæmis sótt Jarðhita-
skólann. Þegar þeir snúa aftur til
Kenýa kjósa þeir helst að vinna
með Íslendingum,“ segir Alex-
ander og telur stöðu Íslands mjög
sterka vegna þessa.
Mikil tækifæri í Asíu
Alexander segir mörg tækifæri fyrir
jarðvarmabransann liggja í Austur-
Afríku og Suðaustur-Asíu. „Stærsti
markaðurinn fyrir verkefni núna
er í Indónesíu, á Filippseyjum og í
Austur- Afríku, til dæmis í Kenýa,
Eþíópíu, Rúanda og Tansaníu. Ís-
lensk fyrirtæki eru nú þegar sterk í
Afríku en þurfa að sækja meira til
Asíu,“ telur Alexander. Hann segir
Asíulöndin þó erfiðari viðureign-
ar þar sem engin íslensk sendiráð
séu í þessum löndum og því þurfi
íslensk fyrirtæki að fá aðstoð til að
kynna sig þar í landi. Það megi gera
með auknu samstarfi fyrirtækja og
stofnana á borð við Íslandsstofu.
Alexander segir orkuþörf þessara
landa mikla og fara stöðugt vaxandi.
Því séu mikil tækifæri þar. „Fyrir
þessi lönd skiptir ekki máli hvaðan
orkan kemur þótt græn orka sé vissu-
lega ákjósanlegri. Í Indónesíu og á
Filippseyjum er jarðhitavirkni og því
liggur beint við að nýta hana til orku-
öflunar. Í Kenýa er örlítið erfiðara að
nýta jarðhitann en samt er ódýrara
fyrir þá að vera með eigin orku en að
kaupa hana dýrum dómum annars
staðar frá.“
Möguleikar í Evrópu
Tækifærin liggja þó ekki aðeins í
fjarlægum löndum. „Nú er verið að
vinna að því með jarðvarmaklasan-
um að þróa samvinnu á milli fyrir-
tækja, ráðuneyta og sendiráða til
að finna jarðhitaverkefni í Evrópu,“
segir Alexander. Hann segir hita-
veitu í Austur-Evrópu afar háða rúss-
nesku gasi og að mikil áhersla sé lögð
á það innan ESB að breyta því. „Því er
mikill áhugi í Ungverjalandi, Rúm-
eníu og Búlgaríu þar sem er jarðhiti
að láta reyna á jarðvarmavirkjanir.“
Vandi að fjármagna
Eitt af þeim stóru vandamálum sem
íslensk fyrirtæki eiga við að etja er
að afla fjár. „Fyrirtækin fá lítið fé
frá íslenska ríkinu. Önnur ríki geta
fengið peninga úr þróunar bönkum
en Ísland hefur sjaldnast beinan
aðgang að peningum úr slíkum
bönkum,“ segir Alexander. Því telur
hann enn mikilvægara að efla sam-
vinnu og samstöðu milli íslenskra
fyrirtækja og stofnana í jarðvarma-
bransanum.
Aukin samvinna er mikilvæg
Alexander Richter, framkvæmdastjóri og stofnandi alþjóðlegu fréttaveitunnar ThinkGeoEnergy og markaðsstjóri Green Energy
Group, segir stöðu Íslands innan alþjóðlega jarðvarmabransans sterka. Samkeppni hafi þó aukist og mikilvægt að íslensk fyrirtæki
og stofnanir standi saman að því að kynna Ísland fyrir löndum sem huga að jarðvarmavirkjunum.
Alexander segir Íslendinga afar áberandi á alþjóðavettvangi jarðvarmans þar sem þeir
koma að afar mörgum verkefnum um allan heim. MYND/GVA
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
4
4
0
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Við bjóðum
sérþekkingu
á orkuiðnaði
Endurnýjanleg orka
Eitt af sérsviðum Íslandsbanka er endurnýjanleg orka
og umhverfisvænir orkugjafar. Hjá okkur starfar teymi
sérfræðinga í orkumálum sem einbeitir sér að greiningu
á orkuiðnaði og fjármálum fyrirtækja í orkugeiranum.
Við tökum virkan þátt í virðiskeðju jarðvarmaverkefna
og höfum verið hluti af starfsemi Iceland Geothermal
frá upphafi.
Þekking sprettur af áhuga.
Íslandsbanki er stoltur styrktaraðili alþjóðlegu ráðstefnunnar
Iceland Geothermal Conference 2013 og 2016.