Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 90
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 201510 Þeistareykjavirkjun er sett á laggirnar fyrst og fremst til að framleiða rafmagn en að auki fellur til varmi og skiljuvatn, sem í eru ýmis áhugaverð efni eins og kísill og einnig gastegundir,“ segir Bjarni Pálsson, deildarstjóri virkjanadeildar hjá Landsvirkj- un. Hann segir Landsvirkjun stöðugt vinna að því að kortleggja fleiri möguleika á nýtingu þeirrar orku og efna sem til falla við virkj- anagerð. Margþættir möguleikar séu víða fyrir hendi. „Við höfum verið að kortleggja möguleika á fjölnýtingu almennt fyrir allar virkjanir sem Landsvirkjun er með, ýmist í rekstri eða í undir búningi, þó sérstaklega jarðhitavirkj- anirnar. Erfitt er að kortleggja hverjir nýting- armöguleikarnir nákvæmlega gætu orðið í þeim virkjunum sem ekki er búið að reisa þar sem við vitum ekki nákvæmlega hvað kemur upp með gufunni fyrr en allar holur hafa verið boraðar. Efnafræðilega eru tækifærin mikil en að láta hlutina ganga upp fjárhagslega er ekki alltaf í hendi,“ útskýrir Bjarni. Meta þarf sérstöðu hvers svæðis Framkvæmdir eru hafnar við Þeistareyki og til stendur að byggja virkjunina upp í áföng- um á komandi árum. Bjarni segir Þeista- reykjavirkjun hafa þá sérstöðu að lágt hlut- fall af gastegundum er í vatninu. „Það er gott hvað varðar brennisteins- mengun og losun á koldíoxíði. Ef hægt er að beisla koldíoxíðið er hægt að gera ýmislegt við það, hreinsa og nota beint í gosdrykkjafram- leiðslu eða í gróðurhúsum, en koldíoxíði er oft úðað inn í gróðurhús til að örva vöxt.“ Þá væri einnig hægt að horfa til eldsneyt- isframleiðslu að sögn Bjarna. Krafan um umhverfisvæna orku verður sífellt háværari. „Með síbreytilegu viðskipta umhverfi geta viðskiptatækifæri sem ekki líta vel út á ákveðnum tímapunkti orðið áhugaverðari. Sérstaklega ef horft er til hækkandi eldsneyt- isverðs í heiminum. Það er orðið spennandi að líta til innlendrar orkuframleiðslu. Við hjá Landsvirkjun erum sérstaklega áhugasöm um rafbílavæðingu en það er meira. Það fell- ur til dæmis til vetni og koldíoxíð í jarðhita- virkjunum, það má hugsan lega blanda þessu saman. Sjálfur hef ég trú á að rafbílavæðing- in aukist hér á landi. Það er þegar búið að dreifa rafmagni um allt land og tiltölulega lítið mál að setja upp rafhleðslustöðvar.“ Kröfluvirkjun gott dæmi um fjölnýtingu Með Kröfluvirkjun hefur verið horft til fjöl- nýtingar. Þar fellur til tiltölulega hátt hlut- fall koldíoxíðs sem er það efni sem notað er í eldsneytisframleiðslu. Hvað varðar jarðhitaauðlindina segir Bjarni Kröfluvirkjun heppilegan stað fyrir slíkt. En á móti komi þó að virkjunin stendur fjarri stærsta markaðssvæðinu, sem er suð- vesturhornið. „Það þarf að kortleggja bæði styrkleika og veikleika miðað við staðsetningu hverr- ar virkjunar fyrir sig,“ segir Bjarni. „Í Bjarnarflagi hefur virkjun verið síðan 1963. Á árum áður var raforkuframleiðslan aukabúgrein og gufan fyrst og fremst nýtt til að þurrka kísilgúr í Kísiliðjunni, að fram- leiða vikurplötur, kynda hitaveitu og síðustu árin hefur skiljuvatnið sem fellur til verið Víða eru tækifæri til fjölnýtingar Bjarni Pálsson, deildarstjóri virkjanadeildar hjá Landsvirkjun, segir að nýta megi efni sem falla til við jarðvarmavirkjanir á fjölbreyttan máta. Dæmin hafi sýnt að ýmiss konar framleiðsla og iðnaður geti sprottið út frá virkjunum og Landsvirkjun vinni stöðugt að því að kortleggja möguleika á fjölnýtingu. Á Þeistareykjum fellur meðal annars til heitt skiljuvatn, kísill og gastegundir. Bjarni Pálsson, deildarstjóri virkjanadeildar, vill stuðla að fjölbreyttari starfsemi í kringum virkjanir Landsvirkj- unar. Tækifærin leynist víða. MYND/GVA Áratuga reynsla af jarðvarmaverkefnum EHF Vesturhraun 1 • 210 Garðabæ • s. 535 5800 / 552 4400 info@framtak.is • www.framtak.is nýtt í baðlón. Þetta er dæmi um þegar fjöl- þætt nýting vindur upp á sig. Vegna þess að virkjunin er nálægt byggð og þjóðvegi 1, sem opinn er allan ársins hring, liggja áhugaverð tækifæri til nýta orkuna í iðnað eða í eitt- hvað sambærilegt við það sem sem gert er í Svartsengi. Sérstaða jarðhitavökvans í Bjarnarflagi er að í honum er hátt hlutfall af vetni og þegar horft var til þess að hugsanlega vetnisvæða ökutæki á Íslandi var mjög litið til þessa svæðis. Við hjá Landsvirkjun erum tilbúin til að skoða frekari nýtingu með áhugasöm- um aðilum.“ Íslendingar feti framar „Víða um heim er horft til þess hvernig há- marka megi ábatann af jarðhitavinnslu en það er enginn kominn eins langt og Íslend- ingar með Svartsengi. Þar tel ég að við stönd- um framar öllum öðrum,“ segir Bjarni. „Á Þeistareykjum er einnig mikil náttúru- fegurð og fáir sem hafa komið á þetta svæði. Með virkjun batna samgöngur og þar gætu leynst tækifæri varðandi ferðamennsku. Það er víða hægt að gera miklu meira en við höfum verið að gera hingað til og við hjá Landsvirkj- un viljum stuðla að fjölbreyttari starfsemi í kringum virkjanirnar okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.