Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 110
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 „Meginstefna okkar er að fólk getur alveg mætt eitt, það þarf ekki að koma með dansfélaga, en það má vissulega,“ segir Rut Ríkey Tryggvadóttir, formað- ur Tangóævintýrafélagsins sem stendur fyrir Tango Festivalito sem hófst í gær og stendur til 17. júní. Verður mikið um dýrðir um helgina, segir Rut. „Við byrjum í Kramhúsinu yfir daginn og færum okkur svo yfir á Stórhöfða 23 þar sem við verðum með svokallað „work shop“. Um kvöldið verður svo mikið ball, eða milonga, þar sem Helen La Vikinga og Fernando Corrado munu sýna dans,“ útskýr- ir Rut. Ekki er þörf á að taka þátt í öllu, fólk einfaldlega velur sér það sem heillar og greiða menn svo bara fyrir það. „Það er vel hægt að koma bara á ball, eða sækja stakan tíma. Bæði byrjendur og lengra komnir ættu sannarlega að finna eitthvað fyrir sig,“ bendir Rut á. Rut segir mikinn áhuga meðal Íslendinga á tangódansi og þegar best láti séu haldin fjögur tangó- böll í Reykjavík í hverri viku. „Tangóævintýrafélagið heldur til dæmis alltaf danskvöld á kaffihús- inu Sólon á mánudagskvöldum þar sem fólki gefst færi á að koma í ókeypis kynningartíma og smakka aðeins á þessum tangó.“ Lýkur dansveislunni ekki fyrr en 17. júní og þá með engum smá hvelli. „Þá ætlum við að vera í Ráðhús- inu, dansa og bjóða upp á ókeypis kennslu, en Tangóævintýrafélagið hlaut góðan styrk frá Reykjavík- urborg í tilefni 100 ára kosninga- afmælis kvenna á Íslandi,“ segir Rut stolt að lokum. - ga SUNNUDAGUR LAUGARDAGUR Leyfi legt að mæta einn í tangó Tangóævintýrafélagið mun dansa frá sér allt vit um helgina og rúmlega það. TRYLLTUR TANGÓ Kennarar á heims- mælikvarða bjóða upp á kennslu um helgina. MYND/ LAURA VALENTINO HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13. JÚNÍ 2015 Gjörningar 10.00 Snart hjarta, einkasýningu Rakelar Steinarsdóttur í Grafíksalnum, norðan- megin í Hafnarhúsinu. Sýningin er aðeins þessa einu helgi. Tónleikar 16.00 Minningartónleikar um Ágúst Ármann Þorláksson. Tvennir tónleikar verða í Egilsbúð Neskaupstað, kl. 16.00 og 20.00. Tónleikarnir verða um leið útgáfu- tónleikar á plötu með lögum Ágústar Ármanns. Allur ágóði af tónleikunum og plötusölu mun renna í minningarsjóð um Ágúst Ármann. 20.00 Útgáfutónleikar Ensími. Fimmta plata Ensími kemur út í mánuðinum og hefur hún hlotið nafnið Herðubreið. Í til- efni af útgáfu plötunnar ætlar Ensími að blása til útgáfutónleika í Gamla Bíó. 22.00 Tónlistamennirnir KK og Magnús Eiríksson koma fram á Café Rosenberg í kvöld. Á tónleikunum spila þeir lög úr lagasafni hvor annars auk sameiginlegra lagasmíða, en þeir hafa gefið út þrjár plötur með eigin efni. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 22.00 Hollenska hljómsveitin Focus heiðrar Íslendinga með tónleikum á Græna hattinum á Akureyri í dag. Focus er þekktasta hljómsveit Hollands fyrr og síðar og njóta mikillar virðingar meðal tónlistaráhugamanna. Hljómsveitin var stofnuð 1969 og starfaði til 1978 en var endurlífguð 2002 og hefur túrað mikið síðan. Leiklist 13.00 Leikhópurinn Lotta mun sýna Litlu gulu hænuna á Hvammstanga í dag, á Bangsatúni. Aðgangseyrir er 1.900 krónur. 17.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna í Fagrahvammi, Blönduósi, í dag. Aðgangseyrir 1.900 krónur. Fundir 10.00 Ferðalag um ferðaþjónustuna, í hátíðarsal Norræna hússins.Rannsóknar- miðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi um íslenska ferðaþjónustu sem stendur nú á tímamótum. Allir velkomnir. Uppákomur 10.00 Valkyrjureið. Árleg Stúlknaferð 2015, og er öllum konum velkomið að vera með, annaðhvort á hjóli eða á bögglaberanum. Valkyrjureiðin hefur alltaf verið umlukin dulúð og leyndarmál hvert ferðinni er heitið. Hvar: Farið frá Hörpu tónlistarhúsi. 12.00 Star Wars-dagur í Nexus. Brian Muir, myndhöggvarinn sem skapaði Darth Vader og hannaði Stormtrooper-bún- inginn mætir á svæðið. Mikið fjör. Hvar: Nóatúni 17. Allir velkomnir. Opið Hús 10.00 Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Tjaldbúðir verða fyriri utan, auk kofa, sem lífga upp á hátíðarsvæðið. Hin ýmsu félagasamtök munu kynna sína starfsemi alla helgina, í bland við þétta dagskrá fyrirlestra og annarra uppá- koma í Norræna húsinu. Allir hjartanlega velkomnir. Bæjarhátíðir 13.00 Kótelettan BBQ Festival 2015. Bæjarhátíð á Selfossi. Stórfengleg dagskrá og mikið líf í bænum. 13.00 Víkingahátíð í Hafnarfirði alla helgina, en þetta er í tuttugasta skipti sem hátíðin er haldin. Hvar: Fjörukráin Hafnarfirði. Tónlist 14.00 Í dag verður boðið upp á tónlistar- dagskrá í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi í tengslum við sýninguna Sköpun bernsk- unnar. Þar munu Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson flytja efni af vögguljóða- plötunni Draumahöll sem er nýútkomin. Lára leikur á fiðlu og syngur, en Hjalti leikur á gítar. Flutt verður blanda af íslenskum og erlendum vögguljóðum og leitast við að skapa hugljúfa stemmningu. Allir hjartanlega velkomnir. 19.30 Sumarhöllin 2015. Sóley, Retro Stef- son, Tilbury, Ylja, Berndsen, Kveld-Úlfur og Borko koma fram. Hvar: Samkomuhúsinu Baldri Drangsnesi. Aðgangseyrir 5.000 krónur. 22.00 Raggie-kvöld á Paloma, Naustinni. Aðgangur ókeypis. Myndlist 14.00 Í dag opnar Gerður Guðmunds- dóttir myndlistarmaður sýningu á textíl- verkum í Listasal Mosfellsbæjar. Heiti sýn- ingarinnar er Hringrás og stef verkanna er fjölbreytni náttúrunnar. Verkin eru að mestu unnin úr ull, sem Gerður þæfir í voðir, þrykkir á og saumar út í, auk þess sem hún beitir blandaðri tækni og vinnur úr plasti og næloni. Aðgangur ókeypis. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 14. JÚNÍ 2015 Leiklist 13.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna í Litla skógi á Sauðárkróki. Aðgangseyrir er 1.900 krónur. Dans 20.00 Dansað verður Félagsheimili eldri borgara í Reykjavík í Stangarhyl 4. Hljóm- sveit hússins leikur fyrir dansi. Félagar taki með sér gesti. Aðgangseyrir er kr. 2.000 en kr 1.600 gegn framvísun félags- skírteinis. Tónlist 20.00 Tina– Drottning rokksins verður sýnd í hinsta sinn á stóra sviði Hörp- unnar í Eldborg í kvöld. Farið er yfir feril Tinu Turner í glæsilegri umgjörð en það eru þær Sigríður Beinteinsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Regína Ósk, Erna Hrönn og Stefanía Svarvarsdóttir sem ljá lögunum raddir sínar. Gestasöngvarar eru leikarinn Jóhannes Haukur og Vignir Snær. Dansarar eru undir stjórn Yesmine Olsson. Miðasala á harpa.is 21.00 Hljómsveitin Atómbræður heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur ókeypis. Leiðsögn 11.00 Dagur villtra blóma - flóran í borgarlandinu. Haldið verður upp á sam- norrænan Dag villtra blóma í dag. Boðið er upp á tvær leiðsagðar gönguferðir um náttúruna í borgarlandinu; í Elliðaárdal kl. 11 og Fossvogi kl. 14. Fjallað verður um gróðurfar svæðanna og plöntur greindar til tegunda. Gestir eru hvattir til að taka með sér flóruhandbækur og stækkunargler. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Listamannaspjall 15.00 Samræður á sunnudegi. Sirra Sigrún ræðir við gesti og segir frá verkum sínum á sýningunni Geymar í Listasafni Árnesinga. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ������������������ ���������������������� ���������������������� ���������������� ��� ���������������������� ������������������������� ����������������������� �������������������� ��������������� Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is KANARÍ Veturinn er kominn í sölu Fararstjórarnir Kristín og Svandís taka vel á móti þér og þínum á Kanarí. Flogið í vetur með Icelandair. Júbílantahátíð 2015 MA Hátíðin hefst með fordrykk kl. 18. Glæsilegur matseðill og frábær skemmtidagskrá. Hljómsveitin Buff ásamt Ernu Hrönn Ólafsdóttur, leikur fyrir dansi fram á rauða nótt. Í efri sal duna gömlu dansarnir og þar halda Hermann Arason og félagar uppi stuðinu. Upplýsingar og miðapantanir á bautinn.muna.is Íþróttahöllinni á Akureyri 16. júní „Mætast vinir enn í dag“ Miðapantanir á bautinn.muna.is Miðaverð á dansleik 4.000 kr. eftir kl. 23. �������������������������������������������������������� ����������������������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.