Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 96
KYNNING − AUGLÝSING LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 201516 Íslenski jarðvarmaklasinn Við höfum komið að jarð-hitaverkefnum í allmörg ár en fyrsta reynsla okkar af slíku nær aftur til áttunda áratug- arins þegar við unnum að hönn- un á undirstöðum undir gufu- veitur í Kenýa,“ segir Guðjón Jónsson, stjórnarformaður VSÓ Ráðgjafar. „Sérsvið okkar er mat á umhverfis áhrifum, leyfisveiting- ar, heilbrigðis-, öryggis- og um- hverfismál.“ VSÓ Ráðgjöf hefur starfað með Hitaveitu Suðurnesja frá því í lok síðustu aldar. „Við höfum annast mat á umhverfisáhrifum vegna virkjana, borplana, vegagerðar og veitulagna og séð um skipulags- mál í tengslum við þessi verkefni,“ segir Guðjón. Fjölbreytt verkefni VSÓ Ráðgjöf hefur komið að mörgum jarðvarmaverkefnum hér á landi. Nýjasta verkefnið er á Reykjanesi en þar er fyrirhuguð virkjun í Eldvörpum. „Fyrir hana erum við að vinna við mat á um- hverfisáhrifum, kanna leyfisveit- ingar og aðstoða við samskipti við sveitarfélögin varðandi skipulag,“ segir Guðjón og nefnir einnig frá- veituverkefni í Svartsengi þar sem rætt er um að setja stokk frá Svartsengi niður að sjó vegna vandamála sem tengjast niður- dælingu á Svartsengissvæðinu. „Við höfum einnig unnið með Orkuveitunni á Hellisheiði og unnum mat á umhverfisáhrifum vegna Bitruvirkjunar og Hvera- hlíðarvirkjunar. Hvorug þeirra hefur þó orðið að veruleika og óvíst hvort svo verði,“ segir hann. Fyrirtækið sá einnig um öryggis- eftirlit á byggingartíma Hellis- heiðarvirkjunar. „Þá sáum við um að tryggja öryggi starfsmanna og settum upp vöktunarkerfi.“ Starfa í mörgum löndum VSÓ Ráðgjöf hefur komið að jarð- varmaverkefnum víða um heim. „Við höfum til dæmis unnið tölu- vert með Reykjavík Geothermal (RG). Fyrst í Abú Dabí þar sem við settum upp umhverfis- og heil- brigðiseftirlitskerfi vegna bor- unar í Masdar City,“ segir Guð- jón en Masdar City er metnaðar- fullt verkefni sem snýst um að búa til fyrstu kolefnisfríu borg heims. „Gert var ráð fyrir 50 þúsund íbúum í borginni og Reykjavík Geothermal seldi framkvæmda- aðilunum þá hugmynd að nota jarðhita til að kæla borgina. Verk- efnið var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt enda strangar regl- ur sem gilda um umhverfis- og öryggis mál hjá aröbunum.“ VSÓ Ráðgjöf hefur einnig unnið með RG í Rúanda. „Það er eitt af fá- tækari ríkjum í Afríku en þar telja menn að sé að finna nokkurn jarð- hita. Verkefni okkar snerist um framkvæmdaráðgjöf til lands- virkjunar Rúanda. Í samstarfi við RG settum við upp kerfi sem þeir gátu notað til þess að vakta örygg- is-, heilbrigðis- og umhverfismál- in hjá framkvæmdaaðilum sem þeir myndu ráða inn í verkefnið.“ Einnig hafa fyrirtækin tvö átt í samstarfi í Eþíópíu. „Fyrst ber að nefna Corbetti-svæðið en þar unnum við fyrstu matsskýrsl- una, komum henni í gegnum valferil embættismanna, skil- uðum skýrslu og unnum mat á umhverfisáhrifum. Við komum einnig að forhönnun innviða virkjunarinnar, vatnsveitu og vega. Það verkefni er enn í gangi. Síðan er komið nýtt svæði, Tule Moye, þar sem rannsóknir eru enn í gangi en þær lofa góðu. Það er afar spennandi svæði og erum við að vinna mat á umhverfis- áhrifum og undirbúningi virkj- unarinnar. Áætlað er að hvort svæði um sig geti borið um 500 MW virkjun.“ Meta áhrif á samfélagið Guðjón segir talsverðan mun á því að starfa á Íslandi eða í Afríku. „Í Afríku fagna menn svona fram- kvæmdum og vilja einnig skoða jákvæðar hliðar á orkumeðhöndl- uninni í matsskýrslum. Stærstu matsverkefnin geta tekið allt upp í tvö ár og kalla á aðkomu margra sérfræðinga til að meta áhrif fram- kvæmdanna á náttúruna og sam- félagið,“ segir Guðjón og tekur dæmi um rannsókn sem afrískt verkfræðifyrirtæki er að gera fyrir RG og VSÓ Ráðgjöf vegna Tule Moye. „Þeir þurfa að skila okkur gögnum sem fjalla um áhrif á dýralíf, vatnsbúskap, jarðveg og loft en auk þess áhrif á samfélagið. Allir alþjóðlegir fjárfestingaraðilar horfa mjög til þess hvernig samfé- lagið tekur í virkjunarhugmyndir. Til þess að afla fjármagns frá þró- unarbanka er þannig mikilvægt að skoða hvort samfélagið sam- þykki svona framkvæmd á sínu svæði. Þetta er spennandi verk- efni og allt annar heimur en hér heima,“ útskýrir Guðjón. Hann tekur sem dæmi að í kringum Tule Moye sé múhameðstrúar- fólk í meirihluta. „Lögð er áhersla á að spyrja konurnar og ungt fólk sérstaklega en samfélaginu er að mestu stjórnað af körlum.“ Slæmt að tapa forskoti Erlendir aðilar í jarðvarmaiðnaði horfa til Íslands vegna reynslu Ís- lendinga af jarðvarma. „Forskot okkar felst aðallega í því að við eigum nýjustu jarðvarmavirkjan- irnar og Hellisheiðarvirkjun er sú nýjasta og flottasta í heiminum. En það er frumkvæði sem við höldum aðeins í vissan tíma,“ segir Guðjón og gagnrýnir framkvæmdaleysi ráðamanna enda hafi lítið verið unnið að opinberum framkvæmd- um frá 2008. „Jarðhitamarkaður- inn á Íslandi er í talsverðri lægð. Ekkert fé fæst til framkvæmda frá opinbera geiranum og einu fram- kvæmdirnar sem eru í gangi eru á vegum einkaaðila. Þeir eru síðan háðir erlendu fjármagni og því má segja að nokkurs konar kyrking sé í gangi gagnvart orkugeiran- um og gagnvart stóriðjuverkefn- um,“ segir Guðjón og getur þess að meginhluti af veltu VSÓ Ráðgjafar vegna jarðvarmaverkefna komi frá útlöndum. „Ef ek kert verður að gert munum við tapa því forskoti sem við höfum því Íslendingar eru í heilmikilli samkeppni við aðrar þjóðir sem nýta jarðhita. Við erum að tapa verkþekkingu og reynslu meðan framkvæmdir eru í lægð og þetta jafnvægi getur verið mjög viðkvæmt gagnvart erlendri sam- keppni.“ Megum ekki missa forskotið VSÓ Ráðgjöf hefur mikla sérþekkingu á mati á umhverfisáhrifum og hefur áralanga reynslu af jarðvarmaverkefnum. Fyrirtækið hefur unnið að verkefnum jafnt á Íslandi sem og annars staðar í heiminum, til dæmis í Abú Dabí, Rúanda og Eþíópíu. Guðjón Jónsson, stjórnarformaður VSÓ Ráðgjafar, segir mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sýna frumkvæði í jarðvarmaverkefnum. Þorp í hlíðum Tule Moye í Eþíópíu, þar sem unnið er að rannsóknum vegna jarðvarmavirkjunar. Starfsmenn Reykjavík Geothermal ræða við heimamenn í Tule Moye í Eþíópíu. „Við erum að tapa verkþekkingu og reynslu meðan framkvæmdir eru í lægð og þetta jafnvægi getur verið mjög viðkvæmt gagnvart erlendri samkeppni,“ segir Guðjón Jónsson, stjórnarformaður VSÓ Ráðgjafar. MYND/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.