Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 43
KYNNING − AUGLÝSING Íslenski jarðvarmaklasinn13. JÚNÍ 2015 LAUGARDAGUR 3
Umhverfis jarðvarmaver HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi hefur mynd-
ast þyrping fyrirtækja, Auðlinda-
garður, sem eiga það sameiginlegt
að tengjast jarðvarmaverunum
og nýta f leiri auðlindastrauma
en þá hefðbundnu, þ.e. heitt og
kalt vatn og rafmagn. HS Orka
og Bláa lónið héldu í samein-
ingu ráðstefnu í Hörpu 28. maí
síðastliðinn þar sem skýrsla um
Auðlindgarðinn var kynnt. Yfir-
skrift ráðstefnunnar var fjölþætt
nýting jarðvarma á Reykjanes-
skaga. Í skýrslunni, sem unnin
var af Gamma ráðgjöf, kemur m.a.
fram að fyrirtæki Auðlindagarðs-
ins leggja til eitt prósent af vergri
landsframleiðslu. Forseti Íslands
ávarpaði ráðstefnugesti og sagði
meðal annars að fjölnýting jarð-
varmans væri merkilegasta fram-
lag Íslendinga á öldinni.
HS Orka var stofnuð fyrir rétt
um 40 árum sem Hitaveita Suður-
nesja í þeim tilgangi að nýta jarð-
varmann á Reykjanesskaganum
til húshitunar í nálægum sveitar-
félögum. Þegar farið var að bora
eftir heitu vatni kom í ljós að jarð-
varmavökvinn sem kom upp úr
borholunum var mun heitari en
vonir stóðu til, eða rúmar 240°C,
en hitastig á Reykjavíkursvæð-
inu var rétt um 90°C. Auk þess var
vökvinn með 2/3 af seltu sjávar.
Vegna þessara aðstæðna þurfti
að endurhugsa aðferðafræðina og
var afráðið að nýta jarðvarmann
til að hita upp ferskvatn sem
notað yrði til húshitunar. Hátt
hitastig jarðvarmavökvans leiddi
af sér f leiri möguleika, t.d. í raf-
orkuframleiðslu, og hófst raforku-
framleiðsla í jarðvarmaverunum
tveimur árum eftir stofnun fyrir-
tækisins.
Bláa lónið verður til
Við nýtingu jarðvarmavökvans
myndaðist fagurblátt lón við jarð-
varmaverið. Fljótlega hófu menn
að baða sig í lóninu og kom í ljós
að náttúrulegur vökvinn hafði
mjög jákvæð áhrif á ýmsa húð-
kvilla, sér í lagi psoriasis.
Árið 1992 stofnaði Grímur Sæ-
mundsen læknir fyrirtækið Bláa
lónið ásamt Edvard Júlíussyni,
frumkvöðli úr Grindavík. Frá
upphafi hefur Bláa lónið lagt ríka
áherslu á þekkingaruppbygg-
ingu og rannsóknir. Rannsóknir á
jarðvarmavökvanum sem mynd-
ar Bláa lónið hafa leitt í ljós að
vistkerfi hans og lækningamátt-
ur er einstakur.
Bláa lónið er í dag einn vinsæl-
asti áfangastaður erlendra ferða-
manna sem heimsækja Ísland.
Lónið er á lista National Geo-
graphic sem eitt af undrum ver-
aldar sem segir meira en mörg orð
um það hve einstakt það er. Bláa
lónið og það frumkvöðlastarf sem
er unnið þar hefur verið samofið
frumkvöðlastarfi HS Orku. Bláa
lónið nýtir alla auðlindastrauma
jarðvarmaversins í Svartsengi,
heitt og kalt vatn, rafmagn, gufu,
jarðsjó og CO
2
. Helstu lífvirku
efni jarðvarmavökvans eru kís-
ill, sölt og þörungar. Fyrir tækið
hefur fengið bandarísk og evrópsk
einkaleyfi fyrir nýtingu þörunga
og kísils úr jarðvarmavökvanum
í snyrtivörur og lyf.
Hugmyndafræðin við upp-
byggingu jarðvarmavera HS Orku
hefur alltaf miðað að því að allir
auðlindastraumar séu nýttir og
engu sóað. Á því byggir grunn-
hugmyndafræði Auðlindagarðs-
ins. Hugmyndin um fjölnýtingu
og framsýni starfsmanna HS
Orku frá árdögum fyrirtækisins
hefur leitt af sér fjölbreytta starf-
semi í grennd við jarðvarmaver-
in. Hugmyndasmiður Auðlinda-
garðsins er Albert Albertsson,
verkfræðingur og fyrrverandi
aðstoðarforstjóri HS Orku. Hann
hefur starfað hjá fyrirtækinu nán-
ast frá stofnun og mótað hug-
myndafræði Auðlindagarðsins.
Mikið frumkvöðlastarf
Auk Bláa lónsins teljast til Auð-
lindagarðsins stærsta fiskeldi
landsins, Stolt Sea Farm Iceland á
Reykjanesi, sem nýtir volgan kæli-
sjó jarðvarmaversins til ræktunar
hlýsjávarfisksins senegalf lúru.
Haustak og Háteigur á Reykja-
nesi nýta gufu frá orkuverunum
til fiskþurrkunar. Fyrirtækin nýta
fiskhluta sem áður var hent eða
voru illa nýttir og gera úr þeim
næringarríkar afurðir sem seldar
eru úr landi. Í Svartsengi má finna
Orf líftækni sem hefur þróað ný-
stárlega aðferð til að framleiða
verðmæt, sérvirk prótein sem
eru notuð í húðvörur og til líf- og
læknisfræðirannsókna. Carbon
Recycling International framleið-
ir metanól sem m.a. er notað til
íblöndunar í bensín. Í framleiðsl-
una nýtir fyrirtækið jarðgufu, kol-
tvísýring og grunnvatn frá jarð-
varmaveri HS Orku. Carbon Re-
cycling hefur vakið mikla athygli
um allan heim enda forgangsmál
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda vegna nýtingar jarðefna-
eldsneytis.
Þróun Auðlindagarðsins á síð-
ustu árum hefur verið hröð. Hið
mikla frumkvöðlastarf sem unnið
hefur verið hjá HS Orku við nýt-
ingu jarðvarmans og nýting Bláa
lónsins á auðlindastraumum jarð-
varmavers HS Orku hf. í Svarts-
engi er einstakur vitnisburður
um kosti fjölnýtingar til aukinn-
ar verðmætasköpunar. Auðlinda-
garðurinn er einstakur á heims-
vísu og horft er til hans sem fyrir-
myndar um skynsamlega nýtingu
auðlinda.
Einstakur garður á heimsvísu
Auðlindagarðurinn er þyrping fjölbreyttra fyrirtækja umhverfis jarðvarmaver HS Orku í Svartsengi og á Reykjanesi. Öll fyrirtækin
tengjast jarðvarmaverunum og nýta fleiri auðlindastrauma en þá hefðbundnu. Þróun Auðlindagarðsins hefur verið hröð síðustu árin
enda þykir hann einstakur á heimsvísu og horft er til hans sem fyrirmyndar um skynsamlega nýtingu auðlinda víða um heim.
Fagurblátt lón myndaðist við nýtingu jarðvarmavökvans og var Bláa lónið formlega stofnað árið 1992. Bláa lónið er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna hér á landi.
Hópur
fjölbreyttra
fyrirtækja
myndar
Auðlinda-
garðinn.