Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 116

Fréttablaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 116
13. júní 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 58 Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is Hljómsveitin Kaleo skrifaði í desember í fyrra undir plötu-samning við Atlantic Records og svokall-aðan „publishing“- samning við Warner/Chappell Music. Í kjölfarið flutti sveitin til Bandaríkjanna og hefur nú verið búsett í Austin í Texas síðan í janú- ar. Eruð þið ekkert komnir með ógeð hver á öðrum eftir fimm mánaða sambúð? „Jú, við erum komnir með ógeð. Nei, nei, ég segi svona. Þetta hefur gengið frekar vel, við búum saman í rúmgóðu húsi í Texas. Myndatökumaður- inn okkar og tour managerinn (ferðastjórinn) búa einnig með okkur og svo er hljóðmaðurinn einnig mikið með okkur þannig að þetta er svaka búskapur. Við erum allir svo góðir vinir og gerum allt saman þannig að það er auðvelt að slá öllu upp í grín og menn taka sig ekki of alvarlega,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítar- leikari Kaleo, um sambúðina. 30.000 mílur á þremur mánuðum Þrátt fyrir um fimm mánaða dvöl ytra hafa þeir félagar einungis eytt um fjórum til fimm vikum í húsinu sjálfu því þeir hafa verið á miklu ferðalagi. „Það er aðeins leiðinlegra að vera í rútunni en í húsinu og þá reynir mest á sam- veruna. Þetta er mikið ævintýri og maður er alltaf að sjá eitt- hvað nýtt. Suma daga situr maður í bílnum í 17 tíma en aðra daga er maður að skoða nýja staði og spennandi borgir. Dagarnir eru mismunandi, stundum þrjú eða fjögur gigg á dag og stundum fer allur dagurinn í eitthvað annað eins og stúdíó,“ útskýrir Jökull. Kaleo hefur ferðast um 20 til 30 þúsund mílur á síðustu þremur mánuðum og ferðast um í kring- um 30 fylki. „Maður ræður ekkert rosalega miklu, maður fylgir stífu plani og það getur verið erfitt að syngja þrisvar eða fjórum sinn- um á dag á þétt bókuðum túr. Við kunnum að meta frídagana, það er líka mikill kostur að það er oftast gott veður þar sem maður er. Við kvörtum ekki yfir því.“ Hljómsveitin og teymi hennar ferðast um á tíu manna Sprinter. „Við erum með kojur og það geta fimm sofið aftur í. Þetta er helvíti þröngt þegar við erum sex eða sjö í bílnum en það er hægt að drepa tímann með því að spila FIFA, lesa eða horfa á sjónvarpið og fleira.“ Rolling Stones-tónleikar 17. júní Atlantic Records er samvinnu- þýtt Kaleo og fá strákarnir að taka upp í flottum hljóðverum þegar þeir hafa lausan tíma á við- komustöðum sínum. „Við fáum að vinna í mjög fínum stúdíóum og höfum tekið slatta upp í Chicago, Los Angeles, Nashville og svo auðvit að í Austin.“ Þeir félagar eru þessa dagana staddir í Tenn- essee og spiluðu á Bonnaroo-tón- listarhátíðinni þar á dögunum. Þeir ætla að nýta stoppið vel. „Við verðum hér yfir helgina og ætlum að sjá fleiri listamenn hérna eins og Robert Plant og Billy Joel, við förum svo til Nash ville að taka upp og ætlum meira að segja að halda upp þjóðhátíðardaginn með því að fara að sjá Rolling Stones 17. júní,“ segir Jökull alsæll. Hlakka til að koma heim Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum þegar þú ert í hljómsveit að elta drauminn erlendis og þarft að yfirgefa fjölskyldu og vini í lang- an tíma. Eruð þið ekki komnir með smá heimþrá eftir allan þennan tíma? „Það er auðvitað erfitt að yfirgefa fjölskylduna og vini og við getum ekki beðið eftir að koma heim. Við reyndum að fá það í gegn gagnvart plötufyrirtækinu og dag- skránni hér úti að fá að koma heim í sumar, það var alltaf eitt af okkar markmiðum og við erum ákaflega ánægðir með að það hafi gengið,“ segir Jökull. Þeir félagar hafa þó reynt að hvetja vinina til að koma í heim- sókn enda búa þeir í stóru húsi með sundlaug og öðru slíku. Stutt stopp heima Kaleo kemur til Íslands í tíu daga í júlí en þó verður tíminn á Íslandi annasamur. „Við komum heim í tíu daga í júlí og ætlum að nýta tímann vel. Við erum að fara að taka upp nokkur „live per- formance“-myndbönd því okkur langar að nýta íslensku náttúruna og íslenska sumarið í myndbönd- in. Það verður líka gaman að sýna Könunum Ísland. Það koma ein- hverjir á vegum Atlantic Records og einnig umboðsmaðurinn okkar og líklega einhverjir fleiri sem hafa verið að vinna með okkur hérna úti,“ segir Jökull um dvöl- ina á Íslandi. Kaleo kemur fram í Gamla bíói þann 11. júlí og verða tónleik- arnir jafnframt einu sjálfstæðu tónleikar sveitarinnar á Íslandi á þessu ári. „Við erum gífurlega spenntir fyrir tónleikunum. Við erum að undirbúa stærra „show“ og fáum til liðs við okkur úrvals hljóðfæraleikara. Síðustu tón- leikar sem við héldum í Gamla bíói í nóvember heppnuðust frábærlega og við hlökkum til að gera enn betur. Einnig ætlar hljómsveitin VAR að hita upp og hvetjum við fólk til að kynna sér þau.“ Heiður að hita upp fyrir Kings of Leon Hins vegar kemur sveitin aftur fram á Íslandi þann 13. ágúst þegar hún hitar upp fyrir hljóm- sveitina Kings of Leon í Nýju Laugardalshöllinni. „Það er auð- vitað mikill heiður að fá að hita upp fyrir þá. Við hikuðum ekki þegar okkur var boðið að spila.“ Kaleo hefur að undanförnu verið á fullu að kynna sitt nýjasta smáskífulag, All The Pretty Girls. Þeir félagar eru með nýtt lag sem stefnt er á að koma út sem allra fyrst. „Við erum að vinna í lagi sem heit- ir Way Down We Go sem er frekar mikill blús í grunn- inn. Hérna virka hlutirn- ir aðeins öðruvísi en heima. Það er ekki sjálf- gefið að fá að koma singli ú t s v o n a skömmu eftir að síðasti sing- ull kom út. Þeir vilja ekki fleira en eitt lag í einu og það tekur töluvert lengri tíma að vinna hvert lag en geng- ur og gerist í Evrópu. Við höfum engu að síður fengið leyfi til að gefa lagið út á Íslandi svo að það styttist í það,“ útskýrir Jökull. Ekki orðnir milljónamæringar Spurður út í peningamálin og hvort þeir félagar séu að hala inn mikið af peningum á þessu öllu saman, er svarið einfalt: „Við erum ekki búnir að græða mik- inn pening. Persónulega erum við ekki að velta neinu gífurlegu, þetta eru bara peningar sem fara í að halda batteríinu gangandi. Það er ákveðin fjárhæð sem samið er um í byrjun, sá peningur er til að láta pakkann ganga upp í tveggja, þriggja ára plani. Við persónulega erum ekki að græða, við getum samt ekki kvartað þar sem við lifum á t ó n l i s t - inni, það eru þvílík for- réttindi að geta tekið upp með fólki sem þú vilt vinna með og starfað við tónlistina. Þrátt fyrir það þá er þetta hark og við reynum að hafa útgjöldin í lágmarki,“ segir Jök- ull og bætir við: „Þetta eru í raun fyrirframpeningur frá plötufyrir- tækinu sem maður fær til að fjár- magna planið sem er næstu tvö, þrjú árin.“ Eins og fram kemur hér að ofan nær þetta grunnplan Kaleo til tveggja til þriggja ára og verður sveitin mikið í Bandaríkjunum næstu árin. „Það sem eftir er af árinu munum við halda áfram að ferðast og spila í Bandaríkjun- um ásamt því að klára upptökur á plötu. Við eigum gífurlega mikið af tónlist sem við hlökkum til að koma frá okkur. Hingað til hefur gengið mjög vel og við erum mjög spenntir fyrir framhaldinu.“ Erfi ðast að yfi rgefa fj ölskylduna Hljómsveitin Kaleo fl utti til Bandaríkjanna í janúar og hefur síðustu mánuði komið fram víða vestanhafs og unnið að nýju efni. Líf meðlima sveitarinnar hefur því breyst mikið á örfáum mánuðum. Fréttablaðið heyrði í Jökli Júlíussyni, söngvara sveitarinnar. Við reyndum að fá það í gegn gagn- vart plötufyrirtæk- inu og dagskránni hér úti að fá að koma heim í sumar, það var alltaf eitt af okkar markmiðum og við erum ákaf- lega ánægðir með að það hafi gengið. FLOTTUR FRONTMAÐUR Jökull Júlíus- son söngvari og annar gítarleikari Kaleo. MYND/MICHELLE STANCIL Persónulega erum við ekki að velta neinu gífurlegu, þetta eru bara peningar sem fara í að halda batteríinu gang- andi. GERA ÞAÐ GOTT Hljómsveitin Kaleo hefur haft í nógu að snúast undanfarna mánuði. Nýtt lag er væntanlegt frá þeim á næstunni. MYND/BALDVIN VERNHARÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.