Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 42

Fréttablaðið - 13.06.2015, Síða 42
KYNNING − AUGLÝSINGÍslenski jarðvarmaklasinn LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 20152 Samkvæmt kenningu Michaels Porter er klasi lykilhugtak þegar kemur að samkeppnis- hæfni þjóða. „Grundvallaratriði í klasakenningunni er svokallaður „demantur“ sem endurspeglar sam- spil fjögurra meginþátta sem hafa áhrif á samkeppnishæfni þjóða og landsvæða. Þeir eru framleiðsluskil- yrði, eftirspurnarskilyrði, tengdar at- vinnu- og stuðningsgreinar og stefna fyrirtækja, skipulag og samkeppni. Samspil þessara krafta er birtingar- mynd klasaumhverfisins en mikil- vægt er að gera sér grein fyrir því að klasar eru ekki búnir til heldur ráð- ast af fyrrgreindu samspili,“ útskýr- ir Hákon Gunnarsson, framkvæmda- stjóri og stofnandi Gekon, sem fyrstu árin sá um rekstur Iceland Geo- thermal-klasasamstarfsins. Þeir Michael Porter og Þjóðverj- inn Christian Ketels hafa gert grein- ingu á Íslenska jarðvarmaklasanum í samvinnu við Gekon. „Hátt í 60 að- ilar tóku þátt í því verkefni og komu þeir úr ýmsum áttum. Niðurstöðurn- ar sýna að Ísland er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel úr garði gert hvað varðar aðgang að gæðaauðlind. Hátt hlutfall jarðvarmaorku sem hlut- fall af frumorkunotkun þjóðarinnar, eða 70%, er einstakt í heiminum,“ segir Hákon. Jarðvarmanýting á Íslandi hefur að mestu byggst upp og þróast síðast- liðin 100 ár, mest þó á seinni hluta síðustu aldar. „Ísland er sterkur aðili á hinum alþjóðlega jarðvarmamark- aði þar sem öflugur jarðvarmaklasi er til staðar. Styrkur klasans felst í þróuðum aðferðum við fjölnýtingu jarðvarma, reynslumiklum sérfræð- ingum, góðum orðstír og viðamikl- um tengslum á alþjóðlegum vett- vangi. Veikleikarnir felast hins vegar í lélegu aðgengi að fjármagni, skorti á stærðarhagkvæmni fyrirtækja, erfiðu starfsumhverfi þeirra heima fyrir og dreifðum kröftum menntastofnana.“ Fyrstu þrjú árin var Iceland Geo- thermal-klasasamstarfið sem fyrr segir rekið af Gekon og allir aðil- ar þess voru með samninga við það. Árið 2013 varð afgerandi breyting á rekstri samstarfsins þegar „Iceland Geo thermal-klasasamstarfið“ var stofnað. Þá var mynduð stjórn í stað fagráðs og gerður þjónustusamningur við Gekon um reksturinn. Æðsta vald í málum félagsins er hjá aðalfundi þess. Stjórnin er skipuð ellefu aðil- um, þar af tveimur áheyrnarfulltrú- um. Formaður stjórnar er Albert Al- bertsson, hugmyndasmiður HS Orku, en klasastjóri Viðar Helgason. Lykilhugtak í samkeppnishæfni þjóða Hugtakið klasi hefur verið skilgreint sem landfræðileg þyrping fyrirtækja og stofnana á ákveðnu sviði sem hafa sameiginlega hagsmuni og stuðningsnet. Þetta er hugmyndafræði sem Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla, er talinn upphafsmaður að og bókin „The Competitive Advantage of Nations, sem kom út árið 1990, er almennt álitin marka upphaf hennar. Jarðvarmanýting á Íslandi hefur að mestu byggst upp og þróast síðastliðin 100 ár. Klasar eru ekki búnir til heldur ráðast af samspili margra þátta. Grund vallar atriði í klasa - kenningunni er svo- kallaður „demantur“ sem endurspeglar samspil fjögurra meginþátta.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.