Öldrun - 01.11.2004, Side 6

Öldrun - 01.11.2004, Side 6
6 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 RAI-mat er gert á sjúkradeildunum skv. reglum Landlæknisembættisins og niðurstöður þessa mats eru nýttar við skipulagningu í starfi á deildunum s.s. til að ákveða fræðslu til starfsfólks og við breytingar á innra skipulagi og vinnufyrirkomulagi. Skráning hjúkrunar skv. NANDA og NIC er virk á stofnuninni. Í byrjun þessa árs var tekið til við að skrá skv. skráningarkerfi hjúkrunar Sjúkrahúss Akraness og var það kerfi innleitt á öllum deildum HSA sem eru með legudeildir. Við deildirnar starfa 2 læknar (1 stöðugildi), 6 hjúkrunarfræðingar (3,9 stöðugildi), 1 sjúkraþjálfari, 3 sjúkraliðar (2,2 stöðugildi) og almennt starfsfólk í 10,80 stöðugildum. Byrjað var með einstaklingshæfða hjúkrun á árinu 2001. Sú sérhæfða hjúkrun sem við veitum miðar að því að sjúklingurinn haldi virðingu, reisn og sjálfsbjargar- getu eins lengi og unnt er. Læknir skoðar sjúklingana og hefur eftirlit með heilsufari þeirra. Hann fylgist með sértækri meðferð ef um minnissjúkdóma er að ræða, metur afleiðingar heilabilunar og skoðar að hvaða leyti aðrir sjúkdómar hafa áhrif á líðan sjúklinganna. Daglegt líf Virkniþjálfar starfa á báðum deildum. Í Norðurhlíð starfar virkniþjálfi frá 8-12 alla virka daga, en virkniþjálfi í Suðurhlíð starfar frá 9:30 -12, fjóra daga vikunnar. Starf virkniþjálfa felst fyrst og fremst í afþreyingu og sam- veru. Virkniþjálfi starfar í samstarfi við sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og annað fagfólk, aðstoðar við að viðhalda hreyfigetu íbúanna og annarri færni daglegs lífs. Ýmis dæmi eru um það sem virkniþjálfar taka sér fyrir hendur með íbúum deildanna: söngur og dans, blóma- rækt, upplestur, gönguferðir, nudd, spil og bakstur. Einnig taka þeir á móti leikskólabörnum í heimsókn, skoða myndir og spjalla. Lokaður garður er við stofnunina sem nýtist báðum deildum og býður upp á möguleika fyrir útiveru og garðrækt. Svalir eru einnig við sjúkradeildina sem eru aðgengilegar frá báðum deildum og eru mikið notaðar á sumrin. Af svölunum er útsýni yfir fótboltavöll bæjar- ins, leikskólann og fallega fjallasýn. Vikulega heimsækir okkur tónlistarkennari og spilar á píanó eða hörpu og syngur með okkur gömul og góð lög. Á afmælisdegi íbúans er eldaður uppáhalds- maturinn hans. Sóknarpresturinn heimsækir íbúa viku- lega og á stórhátíðum eru haldnar guðsþjónustur á sjúkradeildinni. Fótaaðgerðafræðingur og hársnyrtir bjóða reglulega upp á þjónustu sína á deildinni. Við gerum líka ýmislegt til að brjóta upp hversdag- inn og má nefna að á sumrin fáum við gesti einu sinni í viku sem halda tónleika. Þar er um að ræða tónlistarfólk sem kemur fram á sumartónleikaröðinni Bláa kirkjan, sem hefur verið við lýði á Seyðisfirði síðan 1995. Á góðum sumardegi er alltaf haldin vegleg grillveisla fyrir dagsjúklinga, íbúa og starfsfólk ásamt fjölskyldum þeirra. Á aðventunni fáum við heimsóknir frá börnum og unglingum í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Jólaball er haldið í samstarfi við starfsmannafélagið og mæta þá börn og barnabörn starfsmanna prúðbúin og dansa með íbúunum í kringum jólatré. Stærsta hátíð vetrarins er þó trúlega þorrablótið þar sem allir skemmta sér ávallt vel bæði yfir borðum og ekki síst við dansinn sem er stiginn við undirleik hljómsveitar. Til að fá útrás fyrir dansáhugann er svo líka reynt að hafa harmonikuböll 1- 2 á ári fyrir utan þorrablótið sjálft. Frá hópslysaæfingu sem haldin var í október 2003. Sólríkur garður og blómlegur.

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.