Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 30

Öldrun - 01.11.2004, Blaðsíða 30
Oft kemur það fyrir að ég er spurður að því hvað það sé eiginlega sem ég starfa við. Orðið „aromatherapy“ hljómar ekki kunnuglega í eyrum okkar og flestir hvá því þegar þeir heyra það. En hér er um að ræða aldagamla meðferð á sviði náttúrulækninga, sem aðlöguð hefur verið að þörfum nútímans og er oft stórlega vanmetin, að mati þeirra sem til þekkja. Aromaþerapy er skilgreind sem „markviss meðhöndlun með ilmkjarnaolíum undir eftirliti fagmanns, til að viðhalda og bæta líkamlega og andlega heilsu auk þess að vera fyrirbyggjandi“. Orðið er samsett úr aroma sem þýðir góð lykt og therapy sem þýðir meðferð. Aroma vísar til ilmkjarnaolíunnar sem alltaf er notuð við meðferð, en meðferðar- form eru mismunandi eftir þörfum einstaklingsins og þarf að sérsníða fyrir hvern og einn. 30 www.oldrun.net ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 Sagan Aromaþerapy hefur í raun fylgt mannkyninu frá fyrstu dögum, annað hvort nafnlaus eða verið kölluð lækningar. Elstu heimildir eru yfir 10.000 ára gamlar hellamyndir í Frakklandi og á Spáni. Með nýjustu tækni í fornleifafræði og mannfræði hefur verið unnt að greina jurtaolíur í gröfum faraóa, nokkuð sem sýnir að fyrir um 4500 árum kunnu menn að vinna olíur úr jurtum. Vinnsluaðferðirnar voru aðrar, en afurðin sú sama og nú. Í Biblíunni er í fjölmörgum tilfellum minnst á notkun á ilmandi olíum. Dæmi um það er, að fætur Jesú voru AROMAÞERAPY Hvað er það? Þorsteinn Guðmundsson aromaþerapisti, LSH Landakoti þvegnir og smurðir með olíum. Hins vegar varð notkun á ilmkjarnaolíum ekki almenn fyrr en eftir að manni nokkrum, Avicenna að nafni, tókst um 1000 e. Kr. að þróa kælibúnað sem fullkomnaði eimingartæknina. Áður hafði vinnsluferlið verið mjög dýrt og ilmkjarnaol- íur því ekki aðgengilegar almenningi, heldur voru þær gjafir sem sæmdu konungum. Á okkar tímum var það franski efnafræðingurinn Rene Maurice Gattefosse sem festi nafnið „aromather- apy“ í sessi og flokkaði fagið sem sjálfstæða, einstaka einingu innan náttúrulækninga. Gattefosse varð fyrir slysi í efnaverksmiðju sinni þar sem hann brenndist illa á hendi, en læknaðist með hjálp lavenderolíu á styttri tíma en áður þekkist og án þess að varanlegur skaði hlytist af. Hann stakk hendinni í ílát til að kæla brunann og fyrir til- viljun var lavenderolía í ílátinu. Upp frá því hóf hann að skrá þekktar ilmkjarnaolíur og kortleggja innihald þeirra sem og virkni. Í bók sinni Aromatérapie frá 1928 lýsir hann reynslu sinni og niðurstöðum rannsókna. Þess má til gamans geta að uppgötvanir í læknavís- indum hafa einnig orðið til fyrir tilviljanir, t.d. þegar pen- icillin var uppgötvað og sömuleiðis lyfjameðferð við berklum. Rétt er að geta þess að sú aromaþerapy, sem stunduð er í Frakklandi í dag, er ekki að öllu leyti sam- bærileg þeirri sem stunduð er annars staðar í heim- inum. Í Frakklandi er talað um la médécine douce, hina mjúku lækningu, og er hún stunduð af sérmenntuðum læknum sem ávísa lyfseðilsskyldum ilmkjarnaolíum eða skyldum vörum og lyfjum til fólks. Þar má nefna töflur, hylki, nefúða, grisjur vættar olíu, tíðatappa og innöndunartæki. Það var hins vegar austurríski lífefna- og snyrtifræð- ingurinn Madam Marguerite Maury sem kom fram með aðferð þá, sem mest er notuð í aromaþerapy í dag og er sú aðferð kennd í Englandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Ástralíu, Noregi og víðar. Madam Maury hafði hvorki möguleika né leyfi til að ávísa ilmkjarnaol- íum til innvortis notkunar, því þróaði hún sérstaka nuddaðferð til að koma ilmkjarnaolíunum í blóðrás lík- amans. Henni var kunnugt um hve örsmáar sameindir ilmkjarnaolíunnar eru og hvernig þær frásogast gegn- um húðina og berast til blóðrásar og fruma.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.