Öldrun - 01.11.2004, Side 35

Öldrun - 01.11.2004, Side 35
35ÖLDRUN – 22. árg. 2. tbl. 2004 www.oldrun.net Á TÍMAMÓTUM – NÝR LÍFSSTÍLLALDRAÐRA Námsstefna ÖFFÍ í samvinnu við Endurmenntun HÍ Föstudaginn 5. nóvember kl. 13:00-16:00 í húsi Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7 Umsjónarmenn námsstefnunnar: Kristín Einarsdóttir iðjuþjálfi og Sigríður Jónsdóttir félagsfræðingur 13:00-13:05 Setning námsstefnunnar 13:05-13:45 Anne Helset, félagsfræðingur, NOVA, Osló „Við lifum 10 árum lengur hér“ Norsk sveitarfélög og norskir ellilífeyrisþegar á Spáni 13:45-14:00 Ingibjörg Þórhallsdóttir frá Félagi húseigenda á Spáni Framtíðarsýn varðandi íslenska eldri borgara á Spáni 14:00-14:20 Margrét Margeirsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara Hlutverk þjónustuhóps aldraðra 14:20-14:40 Kaffi 14:40-15:10 Berglind Magnúsdóttir, öldrunarsálfræðingur „Ungur nemur, gamall temur“ 15:10-15:20 Sigrún Pétursdóttir Nýtt líf eftir starfslok 15.30-16.00 Panel umræður Í tilefni af 30 ára afmæli Öldrunarfræðafélagsins verður boðið upp á léttar veitingar að námsstefnunni lokinni Skráning: h t t p : / / w w w. e n d u r m e n n t u n . h i . i s eða í síma: 525 4444 Efni námsstefnunnar: Öldrunarfræðafélag Íslands hefur náð 30 ára aldri og stendur á tímamótum. Aldraðir nútímans standa einnig á tímamótum þar sem bætt heilsa og efnahagur hefur valdið breyttum lífsstíl sem hefði verið óhugs- andi fyrir aðeins nokkrum árum. Á námsstefnunni er fjallað um þessar lífsstílsbreytingar og það hvernig samfélagið styður við aldraða til að njóta þeirra. Hvað telja aldraðir til lífsgæða og hver er opinber stefna og framtíðarsýn í málefnum aldraðra? Er þörf á breyttum áherslum í málefnum aldraðra, s.s. á sviði endur- menntunar og félags- og tómstundastarfs? Boðið er upp á fyrirlestur sem Anne Helset, sem starfar við NOVA (Norsk Institutt for Oppvekst og Aldring) í Osló, heldur. Hún mun kynna niðurstöður rann- sóknar um norska eldri borgara sem kjósa að verja ævikvöldinu á suðlægum slóðum, þróun sem gætir í síauknum mæli í nágrannalöndum okkar og einnig hérlendis. Rannsóknarniðurstöður fjalla m.a. um það hvernig samfélagið styður við fólk til að haga lífi sínu á þennan hátt. Er þetta lífsstíll sem aldraðir Íslend- ingar kjósa? Hvernig farnast nútíma farfuglum norð- ursins?

x

Öldrun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.