Öldrun - 01.11.2007, Page 7

Öldrun - 01.11.2007, Page 7
 ÖLDRUN – 25. árg. 2. tbl. 2007 www.oldrun.net starfsmenn heimsótt og kynnt sér starfsemi annarra sambærilegra stofnana innanlands og utan, t.d. lá leiðin til Þýskalands í þessum tilgangi í september síðstliðnum, en þar heimsóttum við dvalar­ og hjúkrunarheimilið St. Barbara í Koblens og fengum frábærar viðtökur. Þetta er álíka stórt heimili og Höfði og var mjög fróðlegt fyrir okkur að kynnast því hvernig Þjóðverjar standa að þessum málum. 57 starfsmenn Höfða tóku þátt í þessari ferð. Læknar – lyf Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar sinnir læknisþjón­ ustu á Höfða samkvæmt samningi. Hann hefur fasta viðveru á Höfða á ákveðnum tímum. Í fjarveru hans sinna aðrir læknar heilsugæslustöðvarinnar þessari þjónustu. Yfirlæknirinn er einnig trúnaðarlæknir heimilisins. Hann tekur jafnframt þátt í fræðslu fyrir starfsfólk. Höfði hefur samning við Lyfjaver um öflun lyfja, vélpökkun lyfja og lyfjafræðilega þjónustu fyrir heimilið. Sjálfseignarhús Á lóð Höfða standa 31 sjálfseignarhús fyrir 60 ára og eldri. Íbúar húsanna hafa aðgang að fjölbreyttri þjónustu á Höfða, svo sem hárgreiðslu, fótaaðgerðum, sjúkraþjálfun, dagvistun, mötuneyti o.fl. Sumir íbúanna notfæra sér þessa þjónustu í einhverjum mæli en aðrir ekki. Gjafasjóður Höfða berast af og til góðar gjafir, smáar og stórar. Allar peningagjafir fara í gjafasjóð, en hann starfar samkvæmt skipulagsskrá, samþykktri af dómsmálaráðherra, með sérstakri stjórn og er algjörlega aðskilinn frá rekstri Höfða. Markmið sjóðsins er að kaupa tæki og búnað sem nýtist heimilisfólki með sem beinustum hætti svo og til dægrastyttingar fyrir íbúana. Það er þessum góðu gjöfum að þakka að heimilið er mjög vel búið tækjum og búnaði. Málin rædd í sumarsól Gönguferð í nágrenni Höfða Sumarferð á Suðurnes

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.