Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 14

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 14
6 1984 15. Kirkjuþing 1. mál Skýrsla Kirkjuráðs flm. herra Pétur Sigurgeirsson, biskup Kirkjuráð hélt 7 fundi á liðnu starfsári. Enn fjölgar fundum ráðsins frá því sem áður var. Stafar það einkum af því, að nú er kirkjuþing á hverju ári. Eitt af meginverkefnum Kirkjuráðs er að fara með fram- kvæmd þeirra erinda, sem vísað er til þess af hálfu kirkjuþings. Á fyrsta fundi sínum, strax að loknu kirkjuþingi í fyrra, voru tekin til umræðu þau mál, sem kirkjuþing hafði sérstaklega vísað til ráðsins, og hefir Kirkjuráð reynt eftir megni að láta þau ná fram að ganga. Á dagskrá kirkjuþings í fyrra voru 40 mál, tillögur, ályktanir, fyrirspurnir og frumvörp, eins og fram kem- ur í Gerðum kirkjuþings 1983. Ég mun nú með nokkrum orðum rekja gang þessara mála fyrir hönd Kirkjuráðs. Eins og jafnan gerist er árangurinn misjafn og fer að nokkru eftir eðli og umfangi hinna einstöku mála, er voru á dagskrá kirkjuþings. Frumvarp til laga um starfsmenn Þjóðkirkju íslands var eitt af höfuð viðfangsefnum Kirkjuráðs og annarra kirkjulegra aðila og hefir fengið nákvæma athugun. Það hefir leitt til nokkurra breytinga á frumvarpinu. Þar sem frumvarpið er nú aftur lagt fyrir kirkjuþing, mun eg eigi fjalla um það nánar í þessari greinargerð. 3. mál. Stofnun sérstaks kirkjumálaráðuneytis. Það er í annað sinn, sem fram kemur ósk á kirkjuþingi um stofnun þessa ráðuneytis. Málið hefir enn ekki fengið undirtektir stjórnvalda. Ærnar ástæður liggja til þess að kirkjumálin séu falin sérstöku ráðu- neyti. Sú skipan hefir verið í Danmörku síðan 1916 og gefist mjög vel. Ástæðan fyrir þessari ósk kirkjuþings er ört vaxandi starfsemi kirkjunnar og sú eðlilega ráðstöfun, að öll kirkjunnar mál heyri undir eitt og sama ráðuneyti, en svo er ekki eins og sakir standa. Kirkjueignir heyra ekki undir dóms- og kirkjumálaráðuneytið, en meðferð þeirra hefir með ákvæðum Kristnisjóðs lögfestan tilgang í þjónustu kirkjunnar. Á meðan ekki kemur sérstakt ráðuneyti ætti sá fulltrúi í ráðu- neytinu, sem sérstaklega hefir kirkjumálin með höndum, eigi að sinna öðrum málaflokkum til þess að geta gefið sig óskiptan að verkefnum kirkjunnar og annarra trúfélaga í landinu. 4. og 5. mál. Reglugerð við lög um kirkjuþing og Kirkjuráð. Það voru tilmæli kirkjuþings, að reglugerðin fengi lögfræðilega athugun, og í því skyni sendi Kirkju- ráð hana til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Eftir þá athugun kemur reglugerðin aftur í hendur kirkjuþingsmanna. Þingsköpin koma hér einnig til kirkjuþingsmanna, — eins og þau voru samþykkt á síðasta kirkjuþingi. 6. mál. Að gjafir til kirkna og safnaða verði skattfrjálsar. Ríkisskattstjóri hefir gefið þær upplýsingar, að eigi þurfi lengur að sækja um leyfi til þess að gjafir til kirkna verði frádráttarbærar frá skatti. En áður þurfti að sækja árlega fyrir hverja kirkju og söfnuð, að gjafir einstaklinga, félaga og stofnana til kirkjulegrar starfsemi væru skattfrjálsar. Ríkisskattstjóri vill hins vegar brýna það fyrir þeim, sem veita gjöfum viðtöku til kirkju sinnar, að gefa kvittun fyrir gjöfinni í tvíriti, til þess að gefandinn geti sent annað eintakið til skattstjóra með skattaframtali sínu. 7. mál. Reglur um notkun safnaðarheimila. Þessar reglur liggja nú fyrir eins og nefndin, sem Kirkjuráð kaus til að semja þær, gekk endanlega frá þeim, og þær voru samþykktar á síðasta kirkjuþingi. Þær verða nú sendar öllum sóknarprestum og for-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.