Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 16

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 16
8 haustverk ekki almennt hafin. Þá var einnig minnst á, að héraðsfundardagur rækist ekki á hin fjöl- mennu söngnámskeið í Skálholti. 15. mál. Stuðningur við kirkjur, þar sem prestaköll voru lögð niður með lögum 1970. Kirkjuráð hefir lengi haft þann sið við úthlutun úr Kristnisjóði, að veita upphæð til þessara kirkna, sem síðan deilist niður á þessar kirkjur. í fyrra var styrkur þessi 80 þúsund, en á fjárhagsáætlun í ár er hann hækkaður í 250 þúsund. 16. mál. Könnun á fjárhagsstöðu og fjárþörf hjá einstaka kirkjum og sóknum innan þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing fól Kirkjuráði þetta mál og ráðið kaus Kristján Þorgeirsson og Ottó A. Michelsen kirkju- þingsmenn til þess að hanna spurningalista þar sem fram skyldi koma óhjákvæmilegur rekstrarkostnað- ur kirknanna, tekjur þeirra og gjöld. Listi þessi verður sendur próföstum til fyrirgreiðslu við fyrstu hentugleika. Eg hefi rætt töluvert um útgjöld þeirra kirkna sem ég hefi vísiterað undanfarin sumur og komist að raun um gífurlegan orkukostnað og umkvartanir af þeim sökum. Um það mál hefi ég rætt við rafmagnsveitustjóra ríkisins og aðra þá, sem með þau mál hafa að gera, án þess að ná tilætluðum ár- angri. 17. mál. Eðlileg skilyrði til þess að hljóta prestsvígslu. Þau eru: 1. Að guðfræðikandidat sé ráðinn, settur eða skipaður í prestakall, til safnaðar, til stofnana eða samtaka samkvæmt lögum eða eins og tíðkast hefur löngum það sem af er þessari öld. 2. Að kandi- dat sé orðinn 25 ára. (Fengist hefur undanþága frá þessu ákvæði). 3. Og loks, eins og segir í lögum frá 1746: ,,Skal þess vandlega gætt, að prestaköllin séu veitt mönnum, sem til þeirra séu hæfir, bæði að lær- dómi og líferni.” 34. gr. laga 1. júlí 1746. Segja má, að prestvígsluskilyrðin hafi alfarið verið í höndum biskupanna, á þeirri tíð er þeir héldu skóla á biskupsstólunum. Nú annast guðfræðideild Háskólans menntun og próf guðfræðinemans. Eftir er þá að kanna líferni hans og hæfni til starfsins að öðru leyti. Hvernig það skilyrði er uppfyllt, hlýtur að koma meira eða minna í Ijós meðan á náminu stendur. Þegar guðfræðinemi hefir lokið embættisprófi gerir starfsmannafrumvarpið ráð fyrir því, að kandidatinn starfi í prestakalli hjá sóknarpresti og undir eftirliti prófasts eigi skemur en þrjá mánuði. Með því er ver- ið að gefa guðfræðingnum tækifæri til þess að kynnast prestsstarfinu, og mun þá um leið hæfni hans koma í ljós. Þá hefir sú hugmynd komið fram að skipa vígsluráð, er sé skipað þeim mönnum er gerst þekkja kandidatinn í námi og að starfi. Að fengnu áliti ráðsins fái síðan kandidatinn vígslu, sé hann álit- inn hæfur til starfsins. 18. mál. „Vídeó” — tækni í þjónustu kirkjunnar. Kirkjufræðslunefnd var falinn framgangur þessa máls, og hefir nefndin tekið það upp sem eitt af verkefnum sinum. Kirkjuráð átti þátt í því, að tveir nefndarmanna gátu sótt norræna ráðstefnu, sem „Internasjonalt masse-media institutt” hélt um kristna „vídeó-væðingu” í Danviklýðháskólanum í Drammen í Noregi. Þar fór fram fræðileg umræða um myndbönd og gafst þátttakendum kostur á að sjá ýmislegt af því sem hæst ber á kristilegum myndbandamarkaði í svip. Á síðustu prestastefnu kynnti nefndin árangur af þessari ferð og sýndi nokkur myndbönd. Nefndin hefur átt samvinnu við Skálholts- útgáfuna og falið henni að koma á fót útleigu með kristilegum myndböndum og framleiðslu myndbanda með efni sem nefndin mælir með. Skálholtsútgáfan hefir því látið þetta mál til sín taka og framleitt fyrstu vídeó-spóluna, þar sem um er að ræða kristilegt efni af ýmsu tagi fyrir börn og unglinga og meira efni er í vinnslu. 19. mál. Að athugað verði hvort tUtækilegt sé að taka aftur upp hefðbundna fallbeygingu á orðinu Jesús í útgáfum Biblíunnar og við endurútgáfu sálmabókar og handbókar íslensku kirkjunnar. Um mál þetta var fjallað í Kirkjuráði og í stjórn Hins íslenska Biblíufélags. Það var sameiginlegt álit beggja aðila, að ekki væri gerlegt að ráðast í þá framkvæmd, — a.m.k. ekki að svo komnu máli. Bent var á þann kostnað, sem af þeirri breytingu myndi leiða, og erfitt að sjá hann fyrir. Þá var bent á hug- myndina, sem fram er komin, að gefa út nýja heildarþýðingu Biblíunnar árið 2000. Aðeins 16 ár eru til þeirra tímamóta. Ef af þeirri útgáfu verður, þarf að vinda bráðan bug að undirbúningi. Þá mun þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.