Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 18

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 18
10 svo, eru orð hans í fullu gildi, og þau vekja til vitundar hvaða skyldum löggjafarvaldið hefír að gegna við kirkjuna eftir anda og efni stjórnarskrárinnar. 25. mál. Um sögulega sýningu í Skálholti. Mál þetta var rætt við þjóðminjavörð en fékk ekki nægilegar undirtektir hans til þess að hægt væri að betrumbæta og auka safnið, sem fyrir er í kjallara Skálholtskirkju. Þó að það safn sé ekki mikið að vöxtum, geymir það eigi að síður einn mesta sögulega dýrgrip kirkjunnar, sem er síeinkista Páls biskups Jónssonar, sem dó í Skálholti 1211. — í sambandi við þessa tillögu er þess að geta, að á vesturvegginn í Skálholtskirkju hafa verið settar upp tvær töflur með nöfnum allra biskupa og vígslubiskupa Skálholts- biskupsdæmis og biskupa eftir að landið varð eitt biskupsdæmi. Verkið var unnið í umsjá Harðar Bjarnasonar fyrrv. húsameistara ríkisins. Skrá þessi hefir mikið sögulegt gildi. 26. mál. Um aukið fjármagn yfirstjórnar þjóðkirkjunnar. Eins og áður hefir fram komið í þessari skýrslu, er kirkjunni afar þröngur stakkur skorinn til þess að geta starfað með eðlilegum hætti. Kirkjueignanefndin var stofnuð m.a. til þess að fá úr því skorið, hvar kirkjan stendur eignalega séð, — og þá vænti ég þess, að einnig komi í ljós, hvernig tryggð verði aukin fjárframlög, er kirkjan þarf á að halda. Kirkjueignanefnd er það langt komin með könnun sína, að hún mun skila áliti sínu um áramót. 27. mál. Um prestsverk unnin af öðrum en sóknarprestum. Mál þetta hefir verið rætt við fulltrúa dóms- og kirkjumálaráðuneytisins út frá fenginni reynslu og fyrirmælum laga um einstök atriði í framkvæmd prestsverka. Prófastafundur fjallaði ítarlega um málið. Reglugerð sú, sem hér liggur fyrir, er byggð á þeirri athugun, sem fram hefir farið. 28. mál. Hvort ekki muni tiltækilegt að nýta kirkjuskip Hallgrímskirkju sem tónlistarhús í Reykjavík. í greinargerð kom fram að með slíku samstarfi við tónlistarunnendur, sem hyggja á tónlistarhús, mætti e.t.v. takast að flýta fyrir byggingu Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð. Tillagan var góðra gjalda verð, en í ljós komu ýmis vandkvæði á því að starfrækja tónlistarhús og kirkju í einni og sömu bygg- ingu, t.d. vegna stöðugra æfinga. Þess má vænta, að Hallgrímskirkja verði vel hæf til tónlistarflutnings, og þar verði flutt hin sígildu trúarlegu tónverk, eins og víða á sér stað í helgidómum utan lands sem innan. 29. mál. Að hlutaðeigandi kirkjugarðasjóðir greiði húsaleigu vegna afnota af kirkjuhúsi við útfarir. Tillagan fól í sér, að mál þetta yrði tekið upp á héraðsfundum, og því var það á dagskrá síðasta pró- fastafundar. Þar kom fram, að stjórn kirkjugarða innir af hendi útfararkostnað á sumum stöðum, eink- um í þéttbýli, en þó í misjafnlega ríkum mæli. Einnig var bent á að kirkjugarðar hafa fjárhagslega ólíka aðstöðu, sumir eru tekjuháir, aðrir með litlar tekjur. Víða koma sjóðir kirkjugarða kirkjunum til hjálpar, þar sem kirkjugjöldin hrökkva ekki til viðhalds eða framkvæmda við kirkjubyggingar. Sú að- stoð kirkjugarðssjóða var talin eðlileg. Prófastar voru sammála um efni tillögunnar. Skildur fjárhagur var talinn æskilegur milli kirkju og kirkjugarðs, og að í því efni væri þörf breytinga á lögunum. Einnig kom fram tillaga um jöfnunarsjóð kirkjugarða. 30. mál. Um ritun sögu Skálholtsstaðar. Hér er eitt af þeim verkefnum, er hafa þarf í huga við undirbúning 1000 ára afmælis kristnitökunnar árið 2000. Þegar undirbúningur þeirra merku tímamóta hefst hlýtur ritun á sögu kirkjunnar og þar með fornu biskupsstólanna að vera með því fyrsta, sem tekið er á dagskrá. 31. mál. Endurskoðun á lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma með hliðsjón af landfræðilegum og félagslegum aðstæðum. Ljóst er að þessi lög þurfa endurskoðunar við, en fyrst þarf að fara fram ítarleg athugun, hvar breyt- inga er þörf. Með þá forvinnu í huga hefir Kirkjuráð farið þess á leit við kirkjumálaráðherra, að skipuð verði nefnd til að gera könnun á þessu sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.