Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 19

Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 19
11 32. mál. Um þá vá, sem íslensku þjóðinni er búin af eiturlyfjasmygli. Áskorun þingsins um að vera á verði í þessu efni var send til samtaka farmanna í lofti og á legi, eins og tillagan gerði ráð fyrir. Samtökin voru hvött til þess að taka öflugan þátt í allri viðleitni til varnar því, að ungir sem eldri verði þeirri vá að bráð. 33., 34. og 35. mál. Tillögurnar fjölluðu allar um friðarmál. Kirkjuþing afgreiddi tillögurnar sameiginlega með áskorun til íslendinga og allra þjóða um að vinna að friði í heiminum, stöðvun vígbúnaðarkapphlaups og útrýmingu gjöreyðingavopna. Allmiklar um- ræður urðu um þetta mál og kirkjuþing bar gæfu til að samþykkja tillöguna samhljóða og í anda þeirrar ályktunar um friðarmálin, sem prestastefnan á Hólum í Hjaltadal 1982 lét frá sér fara. Tel ég mjög brýnt að rödd kirkjunnar heyrist í þessu máli sem öðrum. 36. mál. Um heimild til að ráða tvo farpresta Samþykkt var frumvarp til breytinga á 2. mgr. 6. gr. laga um skipan prestakalla og prófastsdæma. Breytingin, er hlaut samþykki Alþingis er sú, að í staðinn fyrir einn farprest koma tveir. Frumvarpið fékk greiðan gang á Alþingi ekki síst vegna þess að hér var í raun og veru aðeins verið að nýta stöðugildi annars sóknarprests í Ofanleitisprestakalli í Vestmannaeyjum, sem söfnuðurinn þar hafði óskað að leggja niður, en yrði þó nýttur á annan hátt. Séra Guðmundur Örn Ragnarsson sóknarprestur á Raufarhöfn var ráðinn í þetta nýja farprestsembætti. 37. mál. Að 400 ára afmæli Guðbrandsbiblíu verði þjóðinni hvatning til þess að auka útbreiðslu og lestur Biblíunnar Fullyrða má, að Biblíuárið hafi gefið hinni helgu bók byrsæld og brautargengi í augum margra íslend- inga. Tímamótanna hefir verið minnst með mörgu móti, bæði af kirkjunnar hálfu og félagasamtaka inn- an hennar og annarra trúfélaga. Stjórn Hins íslenska Biblíufélags skipulagði margt af því, sem fram hef- ir farið í útbreiðslu og boðunarstarfi á Biblíuárinu. Þótt árið líði í aldanna skaut er tillaga þessi áfram í fullu gildi. Boðun orðsins er vissulega kjarni hvers máls, sem við flytjum. 38. mál. Um sóknargjöld Frumvarp kirkjuþings 1982 um sóknargjöld var lagt fram á síðasta Alþingi, en fékk eigi afgreiðslu. Það hefir að nýju verið lagt fram á því Alþingi, sem nú situr. Vonir standa til að frumvarpið komi til umræðu hið fyrsta og verði að lögum. Til þess að tryggja framgang málsins fór kirkjumálaráðherra fram á að tekið yrði úr frumvarpinu ákvæðið um, að leggja mætti á þrefalt sóknargjald vegna kirkju- bygginga, (III. kafli 6. gr.) Ástæðan var afstaða ríkisstjórnarinnar um að hækka ekki skatta eða álögur á almenning. - Rétt þótti að verða við þessum tilmælum, einkanlega þar sem í kirkjubyggingafrumvarp- inu er ákvæði um mikinn fjárstuðning við byggingu kirkna, - eins og áður er getið. Það er stórmál fyrir kirkjuna að frumvarpið um sóknargjöld verði að lögum. 39. mál. Yfirlýsing um stuðning við störf Umferðarráðs á norrænu umferðarári að vinna að fyrirbyggingu slysa í umferðinni Tímabær ályktun og í ævarandi gildi - líkt og markmið Biblíuársins. 40 mál. Um nefndaskipan og nefndastörf. Kirkjuþing 1982 kaus 3ja manna nefnd, séra Braga Friðriksson prófast, séra Halldór Gunnarsson og séra Jón Bjarman, til þess að gera könnun á allri nefndaskipan og nefndastarfi kirkjunnar, að gera til- lögur og samræmingu á skipulagi nefndanna og gera tillögur um almenna skipan starfshátta kirkjunnar. Nefndin skilaði umfangsmikilli skýrslu og greinargerð um þetta mál, er birt var í Gerðum kirkjuþings í fyrra og er skýrslan um leið gott heimildarrit um nefndir innan kirkjunnar. Skýrslunni fylgdi viðamikil gagnasöfnun um nefndastörf til margra ára. Kirkjuráð ræddi þessi mál og á fundi þess í ársbyrjun var skipuð nefnd 3ja manna til þess að yfirfara álitsgerðina um starfsskipulag kirkjunnar. Skipaðir voru séra Magnús Guðjónsson, biskupsritari, séra Halldór Gunnarsson og Guðmundur Einarsson framkvæmda- stjóri. Nefndin hefir skilað áliti sínu, sem nú er lagt fyrir kirkjuþing. Ég tel að sú könnun, sem hér hefir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.