Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 20

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 20
12 verið gerð, sé mjög þarft verk og vel unnið og gefi góða vísbendingu um þær breytingar, sem hugsanlegar eru á nefnda- og starfsfyrirkomulagi kirkjunnar. Þar sem nú er ákveðið að flytja skrifstofur og embætti biskups í eigið húsnæði, þá tel ég, að við nýjar aðstæður komi í ljós hverra breytinga er mest þörf og hverju er hægt að breyta í núverandi skipulagi. Auk þeirra mála, sem hér hafa verið rakin, vil ég minnast á hugmyndina um hús kirkjunnar. Kirkju- þing 1982 hvatti til þess að kirkjan eignaðist hús í Reykjavík, starfsmiðstöð fyrir embætti biskups og stofnanir kirkjunnar. Skipuð var nefnd til þess að þoka áleiðis þessu hugsjónamáli, er fyrst kom á dagskrá 1945. Nú eru komin ánægjuleg tímamót í þessu máli, þó að enn sé vakandi hinn gamli draumur um kirkjuhúsið á Skólavörðuhæð. Kirkjan hefir fest kaup á húsinu við Suðurgötu 22, þar sem Krabba- meinsfélagið hafði áður aðsetur sitt. Húsið er keypt fyrir andvirði seldra kirkjujarða, sem rennur í Kristnisjóð og Kirkjuráð ráðstafar á þennan hátt. Ríkissjóður styður þessi húsakaup með 500 þúsund króna framlagi í frumvarpi fjárlaga næsta árs. í þessu nýja kirkjuhúsi verður embætti biskups, Hjálpar- stofnun kirkjunnar, æskulýðsfulltrúar, framkvæmdastjóri kirkjugarða og skrifstofa söngmálastjóra. Herbergi verður fyrir starfsmenn kirkjunnar sem koma utan af landi og þurfa á skrifstofuaðstöðu að halda. Biskupsstofan við Suðurgötu verður mikill áfangi á þeirri leið, að starfsmiðstöðin komi á Skóla- vörðuhæð, og kirkjuhúsið rísi hér við hlið Hallgrímskirkju. Kirkjuþing 1982 taldi eðlilegt að auka við og endurskoða sálmabókina, eins og segir í ályktun þings- ins. Kirkjuráði var falið að gera athugun í því máli. Ráðið kaus nefnd til þess að safna efni og leggja fram tillögur að efnisþáttum sálmabókarviðbætis. Geta má þess að nú stendur yfir víðtæk endurskoðun á sálmabókum í kirkjum hinna Norðurlandanna. Nefndin hefir verið að störfum frá því snemma árs 1983 og skilar nú áliti sínu. Tel ég æskilegt að nefndin haldi áfram starfi sínu og vinni að endanlegri gerð sálmabókarviðbætis. Loks vil ég þakka kirkjuráðsmönnum og biskupsritara, er setið hefir alla fundi ráðsins að ritarastörf- um, fyrir ánægjulegt samstarf, sem er mér mjög mikils virði í embættisstörfum. Þá þakka ég einnig nefndarmönnum og öðru starfsfólki á Biskupsstofu fyrir góða þjónustu og undirbúning að þessu kirkju- þingi við all erfiðar aðstæður. Fyrst og síðast er það okkur öllum þakkarefnið mikla, að fá, í hverju áhugamáli kirkjunnar að vera - eins og Páll postuli orðar það - „ráðsmenn yfir leyndardómum Guðs.” ,,Því að samverkamenn Guðs erum vér.” (1. Kor. 3:9).

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.