Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 22

Gerðir kirkjuþings - 1984, Qupperneq 22
14 þing samþykki endanlega gerð reglugerðarinnar og sendi hana ráðherra til staðfestingar og birting- ar. 5. 6. mál. Nefndin fagnar þessum áfanga en hvetur jafnframt alla, sem hlut eiga að máli, til að fylgja regl- um skattayfirvalda í hvívetna. 6. 7. mál. Nefndin fagnar einnig nýjum reglum um notkun safnaðarheimila, og væntir þess að þær verði sendar út hið fyrsta. 7. 8. og 23. mál. Nefndin fagnar einnig þeirri auknu fræðslu, sem starfandi leikmenn í kirkjunni eiga nú kost á. Jafnframt ber hún fram þá fyrirspurn, hvort svör hafi borist Kirkjuráði við erindum þess til pró- fastafundar og rektors Skálholtsskóla. Eigi er ljóst, hvort síðari hluti þessarar greinar skýrslunnar er hluti slíkra svara. Með tilliti til 8. og 23. mála síðasta kirkjuþings, telur nefndin einnig nauðsyn- legt, að í ljós komi, hvort Kristnisjóður hafi lagt fram fé til fræðslu leikmanna. Þá vill nefndin minna á, að móta þarf reglur um menntunarkröfur djákna og djáknasystra í kirkjunni og skil- greina stöðu þeirra. 8. 9. mál. Nefndin styður framgang 9. máls síðasta kirkjuþings og þá meðferð, sem því er ætluð á þessu þingi. 9. 10. mál. Nefndin fagnar því einnig, að þess er að vænta að sjónskert fólk eigi kost á sálmabók við sitt hæfi, en bendir á, hvort eigi væri þörf á að taka upp samstarf við hljóðbókadeild Blindrafélagsins um gerð sálmabókarinnar á snældum fyrir blinda ásamt öðru kristilegu efni, svo sem Passíusálm- unum. í því sambandi bendir nefndin á, að þessar bækur hafa um aldaraðir verið lestrarbækur ekki síður en söngbækur. 10. 11. mál. Nefndinni þykir ekki koma nægilega skýrt fram í skýrslu Kirkjuráðs, með hvaða hætti ráðið hefir beitt sér fyrir þessu máli við ríkisstjórn og Alþingi, eins og ráð var fyrir gert í þingsályktunar- tillögunni á kirkjuþingi 1983. Væntir nefndin gleggri svara um það. Að öðru leyti fagnar nefndin þeirri frétt, að unnið sé að fræðilegri könnun á rekstri og reglum Söfnunarsjóðs íslands, sem kunni að leiða til þess, að lögum um sjóðinn verði breytt, og jafnframt að þeir, sem skaða hafa hlotið af viðskiptum við hann, fái einhverjar bætur. Nefndin væntir þess, að umrædd ritgerð verði lögð fyrir þingið til kynningar þegar þar að kemur. 11. 12. mál. Nefndin væntir mikils af störfum kirkjueignanefndar, eins og áður er komið fram, en tekur und- ir það með flutningsmanni þessa máls, sr. Jóni Einarssyni prófasti, er kom á fund nefndarinnar, að á það beri að leggja áherslu, að hér var um ítök að ræða, sem eru eign Reykholtskirkju en ekki hluta af tekjum sóknarprests í Reykholtsprestakalli samkvæmt skipan eldri laga. Væntanlega greiðist úr þessu máli og fleiri skyldum því, þegar kirkjueignanefnd hefir lagt fram niðurstöður sín- ar. 12. 14. mál. Nefndin styður það að reynt verði að fastsetja fundardag fyrir héraðsfundi og bendir á 2. sunnu- dag í september sem heppilegan dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.