Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 27

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 27
19 ingar með fundarboði til kirkjuþings. 7. gr. Um framlagningu, meðferð og afgreiðslu mála á kirkjuþingi, skipan þingnefnda, umræður og fundarsköp skal setja reglur í þingsköpum kirkjuþings. III. kafli. Um viðfangsefni og kjör Kirkjuráðs. 8. gr. Kirkjuráð fer með framkvæmd sameiginlegra mála þjóðkirkjunnar. Helstu verkefni Kirkjuráðs eru: Að framkvæma eða fylgja eftir ályktunum og samþykktum kirkjuþings. Að fjalla um og fylgja eftir erindum, sem vísað er til þess af hálfu biskups, Alþingis, ráðherra og hinna ýmsu stofnana eða starfsmanna þjóðkirkjunnar. Að undirbúa ásamt biskupi fundi kirkjuþings. Að vera biskupi til ráðuneytis um starfsmannahald þjóðkirkjunnar og setningu erindisbréfa, ef óskað er. Að sinna að öðru leyti því, sem lög og reglur kveða á um. 9. gr. Kirkjuráð getur átt frumkvæði að samningu lagafrumvarpa og setningu stjórnvaldsreglna um kirkju- leg málefni. Það lætur í té umsagnir um slík mál, sem Alþingi eða ráðherra vísar til þess. 10. gr. Kirkjuráð hefur með höndum umsjá og stjórn Kristnisjóðs. Það semur árlega fjárhagsáætlun fyrir Kristnisjóð og sendir kirkjumálaráðuneytinu til samþykkis. Kirkjuráð lætur gera reikninga Kristnisjóðs fyrir hvert almanaksár og leggur þá fram á næsta kirkjuþingi. Kirkjuráð ber ábyrgð á reikningshaldi Kristnisjóðs gagnvart kirkjuþingi og stjórnvöldum. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af ríkis- endurskoðun. 11. gr. Kirkjuráð hefur forræði og forsjá Skálholtsstaðar skv. lögum nr. 32/1963 og fer með málefni Skál- holtsskóla samkvæmt ákvæðum laga nr. 31/1977. 12. gr. Kirkjuráð þjóðkirkjunnar er skipað fimm mönnum, biskupi, tveimur guðfræðingum og tveimur leik- mönnum, sem kirkjuþing kýs. Jafnmargir varamenn eru kosnir af kirkjuþingi með sama hætti. Kirkjuráðsmenn eru kjörnir á fyrsta kirkjuþingi að aflokinni kosningu til kirkjuþings til fjögurra ára og gildir umboð þeirra, þar til nýtt Kirkjuráð hefur verið kosið af kirkjuþingi. Kjöri kirkjuráðsmanna skal þannig háttað, að fulltrúar á kirkjuþingi, er hafa atkvæðisrétt, rita á sérstakan kjörseðil nöfn tveggja guðfræðinga og tveggja leikmanna. Teljast þeir rétt kjörnir, sem flest atkvæði fá. Hljóti tveir eða fleiri jafnmörg atkvæði, skal kjósa aftur og þá aðeins milli þeirra, sem jafn mörg atkvæði hlutu. Fáist ekki úrslit með þessum hætti, ræður hlutkesti. Varamenn skulu kjörnir með sama hætti, þegar kjöri aðalmanna er lokið. Að jafnaði skal gengið til kosninga, eftir að síðustu umræðu um skýrslu Kirkjuráðs er lokið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.