Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 41

Gerðir kirkjuþings - 1984, Blaðsíða 41
33 Eignir og sjóðir, sem bundnir eru ákveðnu biskupsdæmi, heyra undir biskup þess, en Biskupsstofa í Reykjavík annast vörslu og reikningshald annarra eigna og sjóða. Kirkjuþing ráðstafar fé úr sjóðum þessum og kveður á um ráðstafanir kirkjueigna þeirra, sem hér um ræðir, enda mæli lög, skipulagsskrár og aðrir löggerningar því eigi í gegn. Kirkjuráð telur 5. gr. í frumvarpi til laga um biskupa og biskupsdæmi íslensku þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi 1978 skýrari og vísar því 41. gr. til kirkjuþings. 5. gr. 1978. Biskupsstofa skal vera í Reykjavík. Þar hafa kirkjuþing og Kirkjuráð einnig aðsetur. Biskupsstofa annast afgreiðslu sameiginlegra mála kirkjunnar, einnig mál kirkjuþings og Kirkjuráða svo og sérmála Reykjavíkurbiskupsdæmis. Skálhoits- og Hólabiskupum er heimilt að ráða sér fulltrúa. Biskup hefur forræði á dómkirkju biskupsdæmis síns og ber ábyrgð á helgihaldi í henni. Eignir og sjóðir, sem bundnir eru ákveðnu biskupsdæmi, heyra undir biskup þess, en Biskupsstofa annast vörslu og reiknings- hald annarra eigna. Kirkjuþing ræður kirkjueignum þeim, sem hér um ræðir, enda mæli lög, skipulagsskrár og aðrir löggern- ingar þvi eigi í gegn. 42. gr. Þegar biskup vígir kirkju, setur hann henni máldaga, þar sem lýst er kirkjunni og getið gripa hennar, eigna og réttinda. Þar skal þess og getið, hversu mikilli þjónustu kirkjan á rétt á árlega, svo og hver sóknarmörk eru. Kirkjumáldaga skal rita í sér- staka bók, kirkjubók, sem í verði færðar allar athafnir, sem framkvæmdar eru í kirkjunni. Verði ágreiningur um fornar eignir og réttindi kirkna, skulu eftirtaldar skrár taldar áreiðanlegar og löggildar kirkjuskrár og máldagabækur: 1. Vilchins biskups frá 1397. 2. Auðunar biskups frá 1318. 3. Jóns biskups Eiríkssonar frá 1360. 4. Péturs biskups Þorsteinssonar frá 1394. 5. Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461 og síðar. 6. Sigurðarregistur frá um 1525 og síðar. 7. Gísla biskups Jónssonar frá um 1570. 43. gr. Biskupar skulu vandlega gæta þess, að eigi veljist aðrir til prestsþjónustu í þjóðkirkjunni, en þeir, sem til þess eru hæfir að framkvæma prestlegt embætti og annast sálgæslu sóknarbama sinna. Er engum óvígðum guðfræðingi heimilt að sækja um prestsstarf i þjónustu kirkjunnar, nema hann hafi áður fengið vottorð biskups um, að hann fullnægi þeim kröfum, sem gjörðar eru til prestsvígslu. Nú synjar biskup um slíkt vottorð, og er þá þeim, sem synjað er, rétt að leita úrskurðar kirkjudóms. 44. gr. Biskup íslands situr í forsæti á kirkjuþingi auk þess sem hann er oddviti Kirkjuráðs. Biskupar eiga allir sæti á kirkjuþingi og í Kirkjuráði. Kirkjuráð visar 44. gr. til kirkjuþings. 45. gr. Biskup íslands boðar prestastefnu og leikmannastefnu annaðhvert ár. Á prestastefnu hafa atkvæðisrétt allir starfandi þjóðkirkjuprestar og fastir kennarar guðfræðideildar Háskóla íslands með guðfræðimenntun. Aðrir prestar og guðfræðingar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti. Á leikmannastefnu eiga sæti, einn fulltrúi frá hverju prófastsdæmi, kjörinn af leikmönnum á héraðsfundi, og einn fuiltrúi fyrir hver landssamtök kristi- legra félaga, sem starfa á kenningargrundvelli þjóðkirkjunnar. 46. gr. Biskup íslands boðar biskupafund eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Biskupafundur getur lagt mál fyrir kirkjuþing. 47. gr. Biskupum séu lagðir til embættisbústaðir. 48. gr. Við visitasíur skal biskup kynna sér kirkjulegt og kristilegt starf í sóknunum, sambúð prests og sóknarfólks, ásigkomulag kirkju og prestsseturs og annað það, er varðar hag sóknar og prests. Skal hann gjöra tillögur til úrbóta, þar sem þurfa þykir. Sóknarpresti og sóknamefnd er skylt að koma til vísitasíu biskups og vera honum til aðstoðar og láta honum í té þær upplýsing- ar, sem leitað er eftir. Þeir skulu undirrita vísitasiugjörðina ásamt biskupi, en heimilt er þeim að láta bóka þar ágreining, ef um slíkt er að ræða. Þyki biskupi í einhverju áfátt um búnað kirkju eða viðhald hennar, störf sóknamefndar, framkomu prests og embættisstörf eða það, hvernig hann situr staðinn, skal hann vanda um við hlutaðeigendur. Ennfremur getur hann í visitasíu bókað ákveðnar kröfur sínar í þessum efnum. Prófastur skal fylgja biskupi á vísitasíum og hlutast til um, að ákvörðunum vísi- tasíu sé fylgt eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.