Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 42

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 42
34 49. gr. Auk lögboðinna skýrslna embættismanna þjóðkirkjunnar er biskupi rétt að krefja þá skýrslna um störf þeirra og embættis- rekstur í því formi, sem hann ákveður. Þá getur biskup skyldað presta til þess að sækja kirkjulega fundi. 50. gr. Biskupar setja presta og prófasta um stundarsakir þegar þörf krefur. 51. gr. Nú getur biskup ekki gegnt störfum vegna veikinda, fjarveru eða af öðrum sérstökum ástæðum, og getur hann þá með sam- þykki ráðherra falið öðrum, eftir því sem við á, að gegna starfmu um hríð á sína ábyrgð. Nú fellur biskup íslands frá eða lætur af embætti, og skal þá setja þann biskup, sem eldri er að biskupsvígslu, til þess að gegna embættinu, uns nýr biskup hefur verið skipaður. Nú fellur Skálholts- eða Hólabiskup frá eða lætur af embætti, og skal þá biskup íslands gegna störfum hans, uns nýr biskup hefur verið skipaður. 52. gr. Biskup íslands vígir biskupa eða sá hinna biskupanna, sem eldri er að biskupsvigslu. 53. gr. Nú losnar biskupsembætti í þjóðkirkjunni. Skal þá ráðherra láta fara fram biskupskjör. Um biskupskjör er kveðið á í öðrum lögum. V. kafli. Stjórnvaldsreglur, gildistaka og brottfallin lög 54. gr. Kirkjumálaráðherra er rétt að setja nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara með reglugerð að fengnum tillögum biskups. 55. gr. Lög þessi taka gildi þegar í stað, sbr. þó 27. gr. í 2. málsgr. Frá sama tima falla úr gildi þessi lög og réttarreglur: Konungsbréf 16. feb. 1621, um aldur presta. Alþingissamþykkt 30. júni 1629 um legorð presta. Alþingissamþykkt 1. júlí 1629 um prestmötu. Tilskipun 16. maí 1646 um legorð stúdenta. Dönsku lög Kristjáns V. frá 15. apríl 1683 2. bók 2. kap. 5. gr. og 2. bók 11. kap. 4. og 13. gr. Konungsbréf 9. maí 1738 um legorð andlegrar stéttar manna. Konungsbréf 6. mai 1740 um portionsreikning bændakirkna. Tilskipun 29. maí 1744 áhrærandi ungdómsins catachisation á íslandi. Konungsbréf 19. maí 1747 um gegnumdregnar bækur. Konungsbréf 5. apríl 1756 um uppreisn æru presta, sem vikið hefur verið frá embætti. Tilskipun 21. des. 1831 VI. kafli. Konungsbréf 11. mars 1796 um prestsverk prófasta innan prófastsdæmis. Tilskipun 27. jan. 1847 um aukatekjur presta o.fl. Lög nr. 4, 27. feb. 1880 um eftirlaun presta. Lög nr. 13, 3. okt. 1884 um eftirlaun prestsekkna. Lög nr. 21, 22. maí 1890 viðauka lög við nr. 5, 27. feb. 1880 um stjórn safnaðarmála og skipun sóknarnefnda og héraðsfunda. Lög nr. 8, 47, 16. nóv. 1907, um laun prófasta 3. gr. Lög nr. 48, 16. nóv. 1907 um ellistyrk presta og eftirlaun. Lög nr. 49, 16. nóv. 1907 um skyldu presta til að kaupa ekkjum sínum lífeyri. Lög nr. 26, 16. feb. 1953 um heimild fyrir kirkjumálaráðherra til að taka leigunámi og byggja á erfðaleigu hluta af prestsseturs- jörðum. Lög nr. 35, 9. maí 1970 um skipan prestakall og prófasta, gr. 6b til 10. gr. og 17. gr. Kirkjuráð vísar 55. gr. til kirkjuþings. Frv. vísað til löggjafarnefndar. (Frsm. Gunnlaugur Finnsson). Gerði hann grein fyrir breytingartillög- um, sem fyrir liggja á sérstöku þingskjali og bar þær saman við orðalag frumvarpsins. Löggjafarnefnd bendir á, að nú fari frumvarpið til ýmissa aðila, sem geti sniðið vankanta af því. Urðu miklar umræður um nefndarálitið og margar breytingartillögur fluttar. Verður skriflegra breytingartillagna hér getið: Sr. Hreinn Hjartarson bar fram tvær breytingartillögur við 46. gr. Sú fyrri; niður falli ,,og fastir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.