Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 54

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 54
46 1984 15. Kirkjuþing 5. mál Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 21/1963 um kirkjugarða Flutt af Kirkjuráði Frsm. Kristján Þorgeirsson 1. gr. 6. og 7. mgr. orðist þannig: Eindagi kirkjugarðsgjalda er hinn sami sem á útsvörum. Er innheimtumönnum rikissjóðs í kaupstöðum og oddvitum eða innheimtumönnum sveitarsjóða skylt að innheimta þau gegn 1% innheimtulaunum, ef kirkjugarðsstjórn óskar. Ella gerir hún það sjálf gegn sömu þóknun. Lögtaksréttur fylgir gjöldum þeim, sem mælt er fyrir um í lögum þessum. Skil á innheimtum kirkjugarðsgjöldum skulu gerð eigi sjaldnar en ársfjórðungslega. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1985. 2.gr. Greinargerð í gildandi lögum um innheimtu kirkjugarðsgjalda er kveðið svo á, að innheimtumenn skuli hafa 6°7o innheimtulaun. Lengi hefur fjárhaldsmönnum kirkjugarða þótt innheimtulaun þessi óhófleg. Hvergi er í gildandi lögum öðrum svo há innheimtuprósenta nefnd sem hér, því verður ekki annað sagt en að hér sé um óeðlilega há innheimtulaun að ræða. Því er þetta réttlætismál. Um síðustu áramót fékk dómprófasturinn í Reykjavík því framgengt, að borgarstjórinn í Reykjavík og fjármálaráðherra samþykktu, að Gjaldheimtan í Reykjavík tæki 1% innheimtuþóknun fyrir innheimtu kirkjugarðsgjalda. Segja má, að þar hafi nokkur staðfesting fengist á, að l°7o þóknun sé eðlileg og að eðlilegt sé að þessi innheimtuþóknun sé í nokkru samræmi við hliðstæðar innheimtur. Þá er lagt til að skil á innheimtum gjöldum verði eigi sjaldnar en ársfjórðungslega, en á því vill verða allnokkur misbrestur. Málinu vísað til löggjafarnefndar er ákvað að vísa því til Kirkjuráðs til umfjöllunar og samninga við innheimtumenn. (Frsm. sr. Jónas Gíslason).

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.