Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 56

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 56
48 1. gr. Fyrri hluti 2. mgr. 68. greinar orðist svo: Nemi persónuafsláttur skv. 1. mgr. hærri fjárhæð en reiknaður skattur af tekjuskattsstofni skv. 1. málsl. 1. mgr. 67. gr. skal ríkissjóður leggja fram fé, sem nemur allt að þeim mun og skal því ráðstafað fyrir hvern mann til að greiða eignarskatt hans á gjaldárinu, síðan sjúkratryggingagjald hans á gjaldár- inu því næst sóknargjald hans og kirkjugarðsgjald á gjaldárinu og því sem þá kann að vera óráðstafað til greiðslu útsvars hans á gjaldárinu. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi, en koma til framkvæmda við innheimtu 1985. Kirkjuþing ályktar að beina því til fjármálaráðherra, að hann heimili að innheimta sóknargjalda og kirkjugarðsgjalda falli undir 7. tl. 3. mgr. 69. gr. laga nr. 75/1982 um tekjuskatt og eignarskatt. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.