Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 58

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 58
50 1984 15. Kirkjuþing 8. mál Tillaga til þingsálykturnar um sjúkrahúsapresta. Flm. sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup. Kirkjuþing felur Kirkjuráði að taka upp viðræður við stjóm Ríkisspítalanna og Borgarspítalans i Reykjavík um störf sjúkra- húspresta við þessar stofnanir. Skulu þessir prestar starfa innan prófastsdæmisins og vera sett erindisbréf af biskupi í samráði við dómprófast. Greinargerð Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir sjúkrahúspresti í Reykjavík. Undanfarin ár hefur þó ekki fengist fjárveiting til þess starfs og því ekki ráðið í það. Þetta er ástand, sem er allsendis ófullnægjandi og segir sig líka sjáft, að ekki dugar að hafa einn prest í starfi fyrir öll sjúkrahús borgarinnar. Mundi slíkur maður í hæsta lagi komast yfir það að skipuleggja starfið í samráði við viðkomandi sóknarpresta, sem hafa unnið mikið og gott starf, þrátt fyrir annríki í sóknum sínum og oft erfiða aðstöðu á sjúkrahúsun- um. Á fundi í samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurprófastsdæmis 8. okt. sl. var þetta mál sérstaklega rætt og lýsti nefndin sig fúsa til þess að fylgja því eftir í umræðum við stjórn Borgarspítalans og borgarstjórn, þykir því sjálfsagt að hafa það til hliðsjónar, þegar tekið verður á þessum málum. Það er vitað, að félagsfræðingar vinna við spítalana og sinna þar margvíslegum nauðsynjastörfum. Ekki ætti síður að vera nauðsynlegt að hafa prest til sálgæzlu vegna sjúkra og aðstandenda þeirra. Málinu vísað til allsherjarnefndar. (Frsm. sr. Sigurpáll Óskarsson) Fram kom breytingartillaga við álit nefndarinnar þannig að á eftir Kirkjuráði komi — ,,og samstarfs- nefnd Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurprófastsdæmis að taka upp...” Var tillagan samþykkt þannig orðuð: Kirkjuþing felur Kirkjuráði og samstarfsnefnd Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurprófastsdæmis að taka upp viðræður við stjórn Ríkisspítalanna og Borgarspítalans í Reykjavík um störf sjúkrahúspresta. Skulu þessir prestar starfa innan prófastsdæmisins og vera sett erindisbréf af biskupi í samráði við dóm- prófast.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.