Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 60
52
1984
15. Kirkjuþing
10. mál
Tillaga
til þingsályktunar um byggingu bókhlöðu og varðveislu bókasafns í Skálholti.
Flm. sr. Jón Einarsson
sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup
Kirkjuþing 1984 ályktar, að nú þegar verði hafist handa um byggingu bókhlöðu í Skálholti, þar sem varðveitt verði hið
merka og dýrmæta bókasafn staðarins og fræðimönnum, innlendum sem útlendum, gert kleift að stunda visinda og fræðistörf.
Kirkjuþing skorar á samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar að hafa forystu um þjóðarátak í þessu nauðsynjamáli.
í greinargerð sem framsögumaður málsins flutti segir m.a.: Hér er um merkilegt og dýrmætt bóka-
safn að ræða, sem kemur sennilega fáum að gagni um þessar mundir. Þess vegna er nú nauðsynlegt, að
þjóðarátak verði gert til þess að koma þessu merka máli fram, svo að safnið varðveitist og unnt verði að
nýta það sem best. Forystan sé Kirkjuráðs og samstarfsnefndar Alþingis.
Vísað til fjárhagsnefndar. Eftir fyrri umræðu um álit nefndarinnar var málinu vísað aftur til fjárhags-
nefndar, er lagði til eftirfarandi samþykkt. (Frsm. sr. Bragi Friðriksson.)
„Kirkjuþing 1984 ályktar að hafist verði handa um undirbúning að byggingu bókhlöðu í Skálholti,
enda falli sú bókhlaða inn í framtíðaráætlanir varðandi uppbyggingu í Skálholti. Jafnframt telur
Kirkjuþing brýnt að hraðað verði skráningu bókasafnsins þar.”
Samþykkt samhljóða.