Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 61

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 61
53 1984 15. Kirkjuþing 11. mál Tillaga til þingsályktunar um könnun á stöðu óvígðra starfsmanna þjóðkirkjunnar, réttindi og skyldur. Flm. sr. Jón Bjarman. 15. kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju, haldið í Hallgrímskirkju í október og nóvember 1984, ályktar: Að beina þeim tilmælum til biskups íslands og Kirkjuráðs að könnuð verði staða óvígðra starfsmanna þjóðkirkjunnar, svo og einnig réttur þeirra til launa, eftirlauna og annarra slíkra þátta, einnig verði skyldur þeirra skilgreindar. Kirkjuþing væntir þess, að skýrsla um þetta mál og/eða tillögur liggi fyrir þinginu 1985. Vísað til löggjafarnefndar, er lagði til, að tillagan yrði samþykkt þannig orðuð: (Frsm. sr. Jónas Gíslason.) 15. Kirkjuþing beinir þeim tilmælum til biskups og Kirkjuráðs að könnuð verði staða óvígðra launaðra starfsmanna þjóðkirkjunnar og réttur þeirra til eftirlauna og annarra þátta. Kirkjuþing væntir þess, að skýrsla um þetta mál liggi fyrir kirkjuþingi 1985. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.