Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 62

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 62
54 1984 15. Kirkjuþing 12. mál Tillaga til þingsályktunar varðandi kirkjuþing Flm. sr. Einar Þ. Þorsteinsson Margrét Gísladóttir Eins og kunnugt er hafa flestar samþykktir síðustu kirkjuþinga, sem vísað hefur verið til meðferðar Alþingis, eigi hlotið þar afgreiðslu. Kirkjuþing 1984 telur þvi brýna nauðsyn til þess, að fundin verði leið út úr þessari sjálfheldu. í því skyni kýs þingið þriggja manna milliþinganefnd, sem reyni að finna lausn á þessu máli. Nefndin leggi niðurstöður sínar fyrir næsta kirkjuþing. Vísað til allsherjarnefndar, er lagði til, að álitið yrði samþykkt þannig orðað. (Frsm. sr. Lárus Þ. Guðmundsson). Kirkjuþing 1984 lýsir óánægju sinni yfir því að flest þau mál sem afgreidd hafa verið á síðustu kirkju- þingum til meðferðar Alþingis, hafa eigi hlotið afgreiðslu. Þingið felur fulltrúum kirkjunnar í samstarfsnefnd kirkju og Alþingis að bera þetta mál fram á fund- um þeirrar nefndar. Einnig felur kirkjuþing Kirkjuráði að kynna málið á héraðsfundum og leita eftir stuðningi þeirra og héraðsnefnda. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.