Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 63

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 63
55 1984 15. Kirkjuþing 13. mál. Tillaga til þingsályktunar um merka staði tengda sögu íslenskrar kristni. Flm. sr. Einar Þ. Þorsteinsson. Kirkjuþing 1984 skorar á Alþingi, að það veiti nú þegar fjármagn til þess að laga umhverfi merkra staða tengda kristinni sögu í landinu. Telur þingið það eigi vansalaust að slíkum stöðum sé eigi meiri sómi sýndur, sbr. vígðu laugina á Laugarvatni og aftökustað Jóns Arasonar og sona hans. Felur þingið Kirkjuráði að vinna að framgangi þessa máls. Greinargerð sameiginleg með 13. og 14. máli. Vísað til allsherjarnefndar er leggur til að álitið verði samþykkt þannig orðað. (Frsm. sr. Jón Bjarman.) Kirkjuþing 1984 ályktar, að fela Kirkjuráði að láta gera skrá yfir merkisstaði tengda kristinni sögu í landinu, þar sem stórlega skortir á sómasamlegan aðbúnað, með það fyrir augum að leitað verði stuðn- ings fjárveitingavalds og Alþingis til að bæta þar úr. Þess er vænst að slík skrá verði lögð fyrir kirkjuþing. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.