Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 64

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 64
56 1984 15. Kirkjuþing 14. mál Tillaga til þingsályktunar um aflagðar kirkjur. Flm. sr. Einar Þ. Þorsteinsson Margrét Gísladóttir Kirkjuþing 1984 beinir því til Kirkjuráðs, að það láti gera skrá yfir aflagðar kirkjur, sem vitneskja er til um. Einnig verði gjörð minnismerki viðkomandi kirkna með helstu upplýsingum. Siðan verði sóknarnefndum falið að koma merkjunum fyrir á þeim stöðum, þar sem kirkjurnar stóðu. Kirkjuráð leiti fjárstuðnings Alþingis þetta varðandi. Greinargerð Senn nálgast þau merku tímamót, þá er íslensk kristni verður eitt þúsund ára. Það er verðug afmælis- gjöf íslenskri kristni til handa, að saga hennar geti minnt á sig sem mest í daglegu lífi þjóðarinnar. Eigi síst á þeim miklu breytinga og umrótstímum, sem átt hafa sér stað og eiga sér stað í lífi einstaklinga og þjóðar. Sjá 13. mál. Vísað til fjárhagsnefndar. (Frsm. Kristján Þorgeirsson.) Við aðra umræðu komu fram nokkrar orða- lagsbreytingar. Var tillagan samþykkt þannig: Kirkjuþing 1984 leggur til að tillögunni verði vísað til nefndar þeirrar, er fyrirhuguð er vegna þúsund ára afmælis kristnitökunnar á íslandi. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.