Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 65

Gerðir kirkjuþings - 1984, Síða 65
57 1984 15. Kirkjuþing 15. mál Tillaga til þingsályktunar um stuðning íslensku kirkjunnar við „Bænarskrá Vestfirðinga” til ríkis- stjórnar íslands. Flm. sr. Lárus Þorv. Guðmundsson. Kirkjuþing haldið i Hallgrímskirkju 1984 lýsir stuðningi sínum við „Bænarskrá Vestfirðinga” til ríkisstjórnar íslands. Greinargerð: Bænarskráin er svohljóðandi: „Samviska okkar, sem ritum nöfn okkar á þessa bænarskrá, neyðir okkur til að mótmæla framkomn- um hugmyndum um byggingu ratsjárstöðvar á Vestfjörðum vegna þess m.a. að við erum þeirrar skoð- unar, að þær auki á þá vígvæðingu þjóðanna, sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. Við álítum að voðinn felist ekki einungis í beitingu vígbúnaðarins, heidur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri og við óttumst að fjárfestingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjár- frekar mótframkvæmdir annars staðar. Slíka sjálfvirkni síaukins vigbúnaðar ber að stöðva, því verða góðviljaðir menn nú að einsetja sér að snúa farnaði veraldar af þessari óheillabraut. Við getum heldur ekki varið fyrir samvisku okkar, að frekara fjármagni verði varið til vígbúnaðar meðan sultur og vannæringarsjúkdómar hrjá hálft mannkynið. Jafnframt óttumst við að bygging þessarar umræddu stöðvar geri heimabyggð okkar að skotmarki í hugsanlegum hernaðarátökum. En hvað viðvíkur öryggi íslenskra loft- og sæfarenda, sem að hefur verið vikið í þessu sambandi, þá teljum við að okkur beri sjálfum skylda til að tryggja það. Við berum því fram þá bæn við ríkisstjórn íslands, að hún leyfi ekki uppsetningu umræddra ratsjár- stöðva á Vestfjörðum eða annars staðar á landinu. Að þessari bænarskrá standa menn, sem kosnir hafa verið af almenningi til hinna ýmsu trúnaðar- starfa í félagsmálum og embættismenn ríkisins á Vestfjörðum. Undir hana hafa ritað nafn sitt m. a. for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum, læknar, skólastjórar, prestar, kennarar og forystu- menn sveitarstjórna og félaga. Bænarskrá þessi var afhent forsætisráðherra íslands 1. október s.l. Þeir sem að þessari bænarskrá standa telja sig eiga bakhjarl í samþykkt Prestastefnu íslands á Hólum 1982 og þingsályktunartillögu, sem prentuð er á bls. 101 í „Gjörðum kirkjuþings 1983.” í samþykkt þessari er lögð áhersla á stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins og því beint til stjórnmálaflokkanna og ríkisstjórnarinnar að fylgja því eftir innanlands og á alþjóðavettvangi. Þingið lýsti yfir samstöðu við þá, sem vinna að friði á grundvelli kenninga Krists, og brýnir fyrir íslendingum að nýta frelsi sitt til að hvetja til afvopnunar og nýskipanar efnahagsmála með jöfnun lífsgæða að markmiði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.