Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 66

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 66
58 Báðar þessar „orðsendingar” til ríkisstjórnarinnar o.fl. aðila byggja efnislega á samþykkt presta- stefnunnar á Hólum 1982,, ... um friðarmál og fordæmingu vígbúnaðarkapphlaupsins ...” í 6. lið II greinar samþykktarinnar stendur: ,,Vér bendum á, að málefni friðar og afvopnunar sé ofar flokkssjónarmiðum stjórnmálaflokkanna. í málefnum friðar og afvopnunar hljóta allir menn að vera kallaðir til ábyrgðar.” Þá má benda á að samþykkt „Uppsalaráðstefnunnar, Líf og friður,” sem biskupar allra Norðurland- anna boðuðu til, er efnislega grundvöllur að samþykkt kirkjuþings 1983 um friðarmál. Sem frekari rökstuðning fyrir framkominni þingsályktunartillögu vil ég taka fram eftirfarandi atriði: Starf kirkjunnar er oft misskilið á þann veg að henni beri ekki að taka þátt í umræðunni um málefni og athafnir líðandi stundar. En kirkju Krists eru lagðar þær skyldur á herðar að horfa vökulum augum yfir lífið í kringum sig og veita lið þar sem liðs er þörf. Loki hún augunum fyrir því, sem er að gerast meðal barna sinna í samfélaginu og þeirri heild, sem við öll erum hluti af, þ.e.a.s. allri lífskeðjunni á okkar jörð, er hún að bregðast köllun sinni og gera sjálfa sig að fúnum farkosti, sem ekki er treystandi á. Með framkominni hugmynd um byggingu ratsjárstöðvar á Vestfjörðum þá erum við knúin til að gera upp hug okkar til þessa vígbúnaðarkapphlaups. Ábyrgðin er okkar. Aldrei fyrr í sögu mannsins hefur það verið jafn ljóst hve háð við erum hvert öðru, sem einstaklingar og sem þjóðir. Ógæfa einnar þjóðar þýðir allra ógæfu. Þrátt fyrir ótta, sem við berum í brjósti, þá fljótum við sofandi að feigðarósi af því að við höldum að við eigum ekki og megum ekki taka afstöðu til vígbúnaðarmála. Okkur öllum hefur verið talin trú um af vopnaframleiðendum og kjarnorkuveldunum, að við þurfum ekki og getum ekki tekið ákvörðun út frá samvisku okkar. Grundvöllur ógnarjafnvægisins, sem viðhaldið er af kjarnorkuveldunum, er einmitt óttinn. Páll post- uli segir í Hebr.: „Óttinn dæmir menn í ævilanga þrælkun.” (Hebr. 2:15.) Það er þekkingin á Guði, sem ein getur leyst okkur úr þessum viðjum. Vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna hefur nú beinst inn á þær brautir að koma sér upp sem þéttriðn- ustu og margföldustu fjarskiptakerfi til notkunar, ef til kjarnorkustríðs kæmi, enda sprengimagn fyrir hendi til þess að sprengja jörð margoft í loft upp. Sífellt er byggt á ógnarjafnvæginu. Til eru á teikniborði Bandaríkjamanna, og sennilega einnig Rússa, eldflaugar, sem hægt er að kalla aftur, ef þær uppgötvast á ferð og móti þeim er ráðist. Þær hafa hinsvegar ekki enn verið framleiddar, vegna þess að þær eldflaugar, sem ekki eru afturkallanlegar, fela í sér meiri ógn fyrir óvininn, þar sem þær myndu springa við árás, væntanlega nálægt landi hans.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.