Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 72

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 72
64 1984 15. Kirkjuþing 19. mál Tillaga til þingsályktunar um kjör presta. Flm. sr. Jón Einarsson Kirkjuþing lýsir áhyggjum sínum yfir versnandi kjörum presta, sem veldur þvi, að margir þeirra geta ekki gefið sig óskipta að prestsstarfi sínu, en verða að taka að sér margþætt aukastörf, auk þess sem prestsmakar verða víða að vinna fulla vinnu utan heimilis. Þingið skorar á samstarfsnefnd Þjóðkirkjunnar og Alþingis að vinna að úrbótum í þessum efnum í samvinnu við stjórn Prestafélags íslands. Vísað til fjárhagsnefndar, er leggur til að tillagan þannig orðuð verði samþykkt. (Frsm. Hermann Þorsteinsson) Kirkjuþing lýsir áhyggjum sínum yfir versnandi kjörum presta, sem veldur því, að sumir sjá fram á að geta ekki gefið sig óskipta að preststarfi sínu. Kirkjuþing lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Prestafélags íslands og kjaranefndar þess. Jafnframt skorar þingið á kirkjumálaráðherra, að hann beiti sér fyrir úrbótum í þessum efnum. Samþykkt með þorra atkvæða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.