Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 75

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 75
67 1984 15. Kirkjuþing 22. mál Tillaga til þingsályktunar um gerð handbókar fyrir starfsmenn Þjóðkirkju íslands. Flm. Ottó A. Michelsen sr. Jón Bjarman Kirkjuþing 1984 ályktar að fela biskupi og Kirkjuráði að láta gera handbók fyrir starfsmenn þjóðkirkjunnar. Skal handbókin meðal annars lýsa glögglega öllum réttindum og skyldum starfsmanna. Greinargerð í öllum stærri og vel reknum fyrirtækjum eru til slíkar handbækur, þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur vinnuveitanda og starfsmanna. Þjóðkirkjan hefur engri slíkri bók á að skipa og oft er rorsótt fyrir starfsmenn þjóðkirkjunnar að fá réttar og greinagóðar upplýsingar um þessi efni. Flutningsmenn gera sér það ljóst, að þetta er tímafrekt verk og mun kosta nokkurt fé, en þeir benda á að hægt er að hafa stuðning af öðrum líkum bókum, til að mynda frá systurkirkjunum á Norðurlönd- um. Flutningsmenn gera ráð fyrir að bókin verði lausblaðabók, svo auðvelt verði að halda henni ávallt réttri. Æskilegt væri, að frumgerð bókarinnar gæti legið fyrir næsta þingi en lokagerð hennar yrði tilbúin árið 1986. Vísað til fjárhagsnefndar er lagði til eftirfarandi afgreiðslu. (Frsm. Kristján Þorgeirsson) Nefndin minnir á að samskonar tillaga var samþykkt á kirkjuþingi 1982, 37. mál og vísar til þess. Vinnsla þess er á lokastigi á vegum Kirkjuráðs. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.