Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 76

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 76
68 1984 15. Kirkjuþing 23. mál Tillaga til þingsályktunar um helgi sunnudagsins. Flm. Margrét Gísladóttir sr. Einar Þ. Þorsteinsson Kirkjuþing 1984 vill undirstrika helgi sunnudagsins og bendir á landslög varðandi helgihald hans, þar sem gjört er ráð fyrir að messutími þjóðkirkjunnar frá kl. 11 — 15, sé virtur. Skorar þingið á alla landsmenn að halda þessi lög í hvívetna. Vísað til löggjafarnefndar, er lagði til að tillagan væri samþykkt þannig orðuð. (Frsm. Gunnlaugur P. Kristinsson) Kirkjuþing 1984 minnir á helgi sunnudagsins og bendir á landslög, þar sem gjört er ráð fyrir, að messutími þjóðkirkjunnar frá kl. 11 — 15 sé virtur og fullt tillit verði tekið til löggjafar varðandi aðra helgidaga og stórhátíðir kirkjunnar. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.