Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 77

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 77
69 1984 15. Kirkjuþing 24.mál Tillaga til þingályktunar um notkun kirkna. Flm. sr. Þorbergur Kristjánsson Kirkjuþing ályktar að beina eftirfarandi til sóknarpresta, sóknarnefnda og safnaða: 1. Vígsla kirkju felur það í sér, að hún er frátekin til helgrar þjónustu. 2. Kirkjuna má þó nota til tónleika eða samkomuhalds af því tagi, er forráðamenn telja samrýmast vígslu hússins. 3. Þeir, sem fá kirkjuna til tónleika- og samkomuhalds skulu í hvívetna virða fyrirmæli um háttsemi alla í kirkjuhúsinu. Greinargerð Kirkjur eru byggðar yfir Orðið. Mikilvægi helgrar þjónustu er áréttað með því að taka frá sérstök hús henni til handa. Nýtistefna nútímans telur það hinsvegar sjálfsagt mál nánast, að notkun þessara húsa sé „fjölbreyti- leg og frjálsleg.” Undan þeim þrýstingi hefir verið látið og eigi lengur um það að ræða að loka á slíkt. En þegar farið er að nota kirkjuhúsin til annars en guðsþjónustuhalds, þá er hætt við, að mikilvægi þeirrar þjónustu minnki í vitund manna. Þess gætir þá líka í vaxandi mæli, að farið sé að réttlæta kirkjubyggingar með því, að þær megi nota til margra hluta í þágu tónlistar, skóla og skemmtanalífs og þá fara menn eðlilega að líta á kirkjuna svip- uðum augum og önnur samkomuhús og hegða sér samkvæmt því. Þetta stuðlar að því m.a., að hlutverk kirkjunnar verður æ óljósara fyrir ýmsum og þegar mönnum er ekki lengur ljóst til hvers hún sé, þá fer staða hennar að verða veik og ekkert við það að athuga t.d. að láta guðsþjónustu sunnudagsins víkja fyrir konsert, skólaslitum eða fundi sem pláss vantar fyrir. Látið er í veðri vaka, að veglyndi og gestrisni í þá veru, sem hér var að vikið, verði til þess að kirkjan nái tengslum við fólk, sem annars láti sig hana engu skipta. Reynslan sýnir, að svo er ekki í neinum þeim mæli, er máli skipti og áréttar, að hér sé þörf mikillar varúðar, enda stendur helgin höllum fæti, — því er ályktunartillaga þessi flutt. Vísað til allsherjarnefndar, er lagði til, að tillagan væri samþykkt óbreytt. (Frsm. Margrét K. Jóns- dóttir) Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.