Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 79

Gerðir kirkjuþings - 1984, Page 79
71 1984 15. Kirkjuþing 26. mál Tillaga til þingsályktunar um breytingu á iögum nr. 32/1915 um veitingu prestakalla. Flm. Gunnlaugur P. Kristinsson sr. Birgir Snæbjörnsson Kirkjuþing ályktar, að lögum um prestskosningar verði breytt á þann veg, að við þær verði upp tckin utankjörstaðaatkvæða- greiðsla. Greinargerð var flutt í framsöguræðu fyrir tillögunni. Vísað til löggjafarnefndar með öllum þorra atk.væða gegn einu. Afgreiðsla nefndarinnar fer hér á eftir: (Frsm. sr. Jónas Gíslason) Nefndin fjallaði um málið og taldi ekki rétt að leggja til breytingar á lögum sem ítrekað hefur verið óskað eftir að úr gildi verði felld. Hins vegar leggur nefndin til eftirfarandi: 1. Kirkjuþing 1984 harmar að frv. til laga um veitingu prestakalla sem lagt var fyrir 100. löggjafarþing skuli enn ekki hafa fengið þinglega meðferð, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Kirkjuþings. 2. Þingið beinir þeirri hugmynd til Kirkjuráðs, hvort kleift sé, hugmynda- og fjárhagslega séð, að láta fara fram óvilhallt mat á svokölluðu „lýðræðislegu vægi” milli þess fyrirkomulags sem nú gildir og þess sem upp yrði tekið, samkvæmt fyrirlyggjandi frumvarpi um veitingu prestakalla. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.