Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 81

Gerðir kirkjuþings - 1984, Side 81
1984 15. Kirkjuþing 28. mál Tillaga til þingsályktunar um könnun á aðild þjóðkirkjunnar og safnaða að lausn dagvistunarvanda barna. Flm. sr. Jón Bjarman 15. Kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju, haldið í Hallgrímskirkju í október og nóvember 1984, ályktar: að mælast til þess við biskup og Kirkjuráð, að kannað verði, hvaða þátt þjóðkirkjan og einstakir söfnuðir hennar geti átt í því að leysa hinn mikla dagvistunarvanda barna, sem fjölmargir foreldrar eiga við að striða vegna vinnuálags við tekjuöflun heimilanna. Jafnframt þvi skorar þingið á presta og söfnuði landsins að koma til móts við foreldra á allan hugsanlegan hátt til lausnar vandanum. Vísað til allsherjarnefndar. (Frsm. sr. Birgir Snæbjörnsson) All miklar umræður urðu um álit nefndarinnar og komu fram tvær breytingatillögur, sem báðar voru samþykktar. Með þeim breytingum var nefndarálitið samþykkt þannig orðað: Kirkjuþing 1984 ályktar að mælast til þess við biskup og Kirkjuráð að kannað verði hvaða þátt þjóð- kirkjan og einstakir söfnuðir hennar geti átt í því að leysa hinn mikla dagvistunarvanda barna sem fjöl- margir foreldrar eiga við að stríða. Jafnframt því skorar þingið á presta og söfnuði landsins að koma til móts við foreldra á allan hugsan- legan hátt til lausnar vandanum. Kirkjuþing minnir á, að heimilið er hornsteinn þjóðfélagsins. Samþykkt samhljóða.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.